Sæl öllsömul, ég var að fjárfesta mér í einum e28, 1988mdl 518i. þessi bíll hefur alltaf verið í eyjum og aðeins einn eigandi

en hann hefur átt betri daga bæði body og vélarlega séð. greyið er aðeins keyrt 109.XXXkm og sést ekki á honum að innan
Planið er að reyna að bjarga honum og jafnvel seinna með að skipta um hjartað

Reyndi að taka einhverjar myndir af bílun en minniskortið í símanum var ekki alveg að standa sig og voru meiri hluturinn af þeim ónýtar, en set samt eitthvað smá inn
Bílinn er búinn að vera nánast óhreyfður í 5ár eða svo, og held ég að ég hafi verið síðasti maður til að keyra hann fyrir tæpum 3 árum síðan. Hann er bara búinn að standa úti á götu og er þessvegna kominn með nokkra súkkulaði-bletti

, vinstri hliðin(Bílstjóra) er verst farinn enda séri hún út að götu og þarf að skipta um "síls, frammbretti, bílstjóra hurð og eitthvað inní gólf hjá bílstjóra" svo eru nokkur göt her og þar t.d. ofaní húddinu og á aftur stuðaranum, og já sóllugan er líka mjög illa farinn. Ég er búinn að koma honum fyrir inni skúr og verður hann þar þangað til að ég fer eitthvað að brasa í honum.















En s.s vélarbiluninn er svo hljóðandi: vélinn fer í gang og gengur í einhvern smá tíma (2-5min) og drepur hún þá á sér, hann er búinn að vera á verkstæði og þá var skipt um eftirfarandi: Vélartölva, bensínsía, bensíndæla, loftflæði skynjara, bensín jafnara og hreynsað allar jarð tengingar, ég fór að fikta eitthvað í honum nuna um helgina og þá sá ég það að altenatorinn var ekki að hlaða og er ég búinn að rífa hann úr og er að fara með hann í skoðun.
all-over er ég bara mjög sáttur með "nýja" kaggan og ætla ég mér að reyna að bjarga þessu litla greyi
P.S. allar hugmyndir um hvað getur verið að vélinni eru vel þegnar
