hjortur wrote:
Hvort mælið með því að fara með bíl í söluskoðun á skoðunarstöð eða verkstæði ?
Ég fór með bíl í skoðunarstöðina í Skeifunni fyrir nokkru og var mjög ánægður með hvað þeir fóru vel yfir bílinn. Olían á bílnum var til dæmis mæld með einhverri græju og eins þykktin á lakkinu sem var mæld og svo auðvitað allt annað. Mjög fín yfirferð og góð skýrsla sem maður fær í hendurnar eftir þetta. Það má vel vera að þú fáir eitthvað svipað á næsta verkstæði en ég mæli samt frekar með skoðunarstöðvunum.
Svo má vel vera að það sé hægt að fá B&L til að tékka tölvuna í bílnum líka en það kostar væntanlega einhvern smáslatta. Ég hef heyrt að B&L séu frekar að benda á skoðunarstöðvarnar til að sjá um söluskoðun en að þeir geri það sjálfir. En tölvuaflestur gæti verið möguleiki.