akk fyrir þetta. Ég endaði á að skipta um hana með soggreinina á og já eins og þú segir þá var það ekkert voða gaman

Mikið vesen að tengja rörið sem fer frá membrunni í soggreinina en annars þá slapp þetta alveg en þetta tók mig um 6 klukkutíma

Hélt svo að ég hefði gert einhver mistök því bíllinn hagaði sér leiðinlega eftir þetta, var máttlaus og drap á sér þegar maður keyrði afstað eftir að hann hitnaði en eftir tölvulestur og athuganir þá komst ég að því að knastásskynjarinn var ótengdur hehe
Svo skipti ég reyndar líka um ventlalokspakkningu en það var ca. tveggja tíma verk
