Eins og allir hafa eflaust tekið eftir hefur starfssemin félagsins róast mikið síðustu ár og hefur tilfinnanlega vantað nýtt blóð í stjórnarliðið. Mázi (Mazi!) og Páll Ágúst (Páll Ágúst) hafa komið sterkir inn með flott plön og framkvæmt góðar samkomur upp á síðkastið og hafa þeir nú formlega tekið við stjórn Kraftsins ásamt Garðari (gardara) sem hefur séð um tölvumálin í þó nokkurn tíma. Við þetta tilefni voru samþykktir félagsins einnig endurskoðaðar og komið í eðlilegra fyrirkomulag fyrir félag eins og BMWKraft.
Ég óska nýrri stjórn innilega til hamingju og trúi og treysti að þeir haldi áfram að gera góða hluti!

Ef þið hafið hugmyndir að einhverjum skemmtilegum viðburðum sem félagið gæti staðið að, viljið bjóða fram aðstoð, eða hvað sem er, verið þá endilega í sambandi við þá félaga. Nú er tíminn til að drífa þetta upp og gera góða hluti!
kv. Ingimar