nocf6 wrote:
sh4rk wrote:
Verð að vera sammála Sveinka með þetta, það er allt rangt við þetta, afhverju ekki að laga það sem er að þessum M70 mótor sem er í honum fyrir, ekki margir E32 750 bílar eftir á klakanum, og reyndar ekki heldur af E32 740i
Mig langar í vel búinn 6 gíra e32 með m60, þar sem þeir eru svo til ófáanlegir þá sýnist mér best að búa bara til svoleiðis bíl sjálfur.....ég myndi frekar nota m60 skel ef hún væri í boði jafn heil og vel búin og þessi, en það er ekki í boði, ég á þennan bíl fyrir mjöög lítið og án þess að hafa opnað þennan mótor þá reikna ég með því að það sé eitthvað meira en bara ventlafóðringar að honum, miðað við hvað hann reykir ógeðslega mikið og gengur illa og skiptingin þarnast uppgerðar líka.
Er ekki betra að opna og skoða í staðinn fyrir að gera bara ráð fyrir því versta? Get ekki talið það hversu oft þessi bíll gekk eins og gömul dráttavél á meðan að ég átti hann, alltaf var það kveikju eða bensíntengt vandamál, reykti alltaf bláu og brenndi alltaf olíu en skánaði helling við að fá nýja öndun, M70 er ekki þekktur fyrir að fara á hringjum svo það er amk þess virði að opna og skoða, það kostar 0 kr

, skiptinginn er heldur ekkert ónýt heldur þarf hún upptekt á ventlakistu sem er ekki svo dýr aðgerð. Þar fyrir utan fer 740 ekki frá RVK til AK með fullan bíl í EINUM gír alla leið... þessi gerði það hinsvegar.