Ég var að spá hvort að það væri ekki einhver fróður maður hér sem getur sagt mér afhverju bíllinn minn titrar.
þegar ég er kominn upp í ca. 85 - 95 km/klst þá kemur alveg vænn titringur í bílinn og ef ég hægi á mér þá eykst titiringurinn tífalt og upp á síðakastið hefur þetta versnað. Það eina sem ég veit er að þetta eru ekki felgurnar og ekki dekkin. það er spurning hvort að þetta gæti verið stýrisendar eða eithvað þessháttar ef þið vitið hvað þetta er, eða hvað þetta gæti verið, endilega að deila því með mér
