Jæja smá update og myndir af bílnum eins og hann lítur út í dag (10.07.2004) þar sem ég fékk óvænt frí um helgina.
Þar sem ég hef nú átt bílinn í rúma 5 mánuði þá held ég að ég geti orðið dæmt bílinn aðeins.
En það sem hefur breyst síðan síðast er að það er komin hvít stefnuljós allan hringinn, hvít stuðaraljós, K&N sía (sem ég á b.t.w. eftir að græja svo gagn geri) H&R 30mm lækkun og 18" M5 Replicur á 225/40 að framan en 245/35 að aftan.
Bíllinn breyttist MJÖG mikið við felgurnar og svo annað eins við lækkunina. Hann er alls ekki hastur, eða það þykir mér ekki en hann er óneitanlega ansi stífur (eins og annað hohohoho

). Ride quality er bara fínt að mínu mati og maður tekur sko vel eftir því hvernig vegurinn er í gegnum stýrið. Get svarið það að ég gat lesið í gegnum stýrið fyrisögnina á dagblaðinu sem ég keyrði yfir um daginn....
Bíllinn leitar töluvert í hjólför eins og gefur að skilja en það er samt alveg merkilega fljótt að venjast, sérstaklega ef tekið er í reikninginn að bílinn var á 205/55 16" vetradekkjum á undan. En þegar maður kemur á nýtt eða lítið slitið malbik þá er gaman að vera til.
Handling er bara að vera alveg ofboðslega gott að mínu mati en bílinn er dálítið tricky á limitinu og vill þá helst fara í 180° en með mínum 1337 driving skills, smá heppni og passlegu panik reddast það

. Ég er alltaf að ýta mér lengra og lengra í hringtorgum og ég er kominn í hraða sem er töluvert yfir löglegum (og það er eitthvað eftir enn!).
Það er nú einhverjar smá útlitsbreytingar á döfinni en all in all þá er ég bara alveg ofboðslega sáttur með útlitið á bílnum en hann vekur nú kannski orðið einum of mikla eftirtekt fyrir minn smekk. Var t.d. spurður í gær af kunningja mínum hvort þetta væri ekki 10milljóna kr. bíll og maður er farinn að fá vafasaman stimpil af fólki úti í bæ. En það getur bara troðið þessu þar sem sólin skín ekki því ég hef alveg unnið fyrir þessu og skammast mín ekkert fyrir það.
Vélin er betri en ég þorði nokkurn tíman að vona, togar alveg svakalega skemmtilega (280Nm við 3500rpm) en er sorglega kæfð eftir 5000rpm. Það stendur nú til að breyta því en það kostar mikla peninga og tíma nema maður komist í ódýra M50 sogrein og krukku af þolinmæði + hugrekki.
Eyðslan er bara alveg MJÖG ásættanleg og lækkar nánast með hverjum tanki en hana má sjá á
þessari töflu. Það fer sko ekki milli mála hverjir búa til bestu vélarnar í mínum huga
En svona í heildina þá er ég bara svakalega ánægður með bílinn og kann að meta hann betur með hverjum deginum. Það hafa allnokkri í klúbbnum prófað bílinn og allir að ég held nokkuð sáttir en þó bara einn sem ók honum eins og maður (Kristján) enda kvaddi hann með stærsta brosinu.
Ef bíllinn væri svona 30-40hö (svo hækkar talan alltaf þegar áfanga er náð hehe) kraftmeiri þá væri þetta fullkominn bíll að mínu mati. Já já það má alltaf vera meira power og allt það en málið er að þá myndi bíllinn samsvara sér alveg fullkomlega. Myndi halda slide'i vel, virka vel á öllu snúningssviðinu, vera góður í akstri og líta vel út.
Það er samt svona eitt og annað sem ég þarf að laga sem pirrar mig eins og rúðurnar að framan eru leiðinlegar á leiðinni niður, afturrúðuþurrkan hættir ekki ef maður setur hana í gang og það brakar í kúplingspedalanum. Þegar ég verð búinn að laga það, aðeins búinn að tjúna (soggrein + smt6 + frágegnin sía) og laga smávegis í útlitinu þá verð ég bara 100% sáttur.
Jæja nóg blaður í bili og ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta
p.s. já og það hefur bara nánast ekkert pirrað mig að vera bara með tvö sæti, maður er hvort eð 80% einn í bíl
