Keypti þennan af Helga bandit fyrir nokkru. Sjúklega þéttur bíll, gengur eins og klukka og er mjög góður.
Innréttingin er eins og ný, hef sjaldan séð annað eins í bíl af svipaðri árgerð.
Planið er að gera hann solid fyrir skoðun og fara svo að sanka að mér hlutum í BSK swap.
Það þarf að græja smá ryðvandamál í honum, klassíska bensínloksryðið. Botninn er mjög heill og þéttur, það er aðallega útlitsryð í gangi.
Svo þarf að kíkja á miðstöðina, það er kælivökvi í blæstrinum og hann móðar ansi mikið.
BMW E34 Sedan
04/1991
M50B25 non vanos
192 HP
245 NM
25% sperr drif
SSK .. en fékk BSK M50 kassa með
Ekinn 260.000
18" staggered Artec felgur 8" framan og 10" aftan
15" vetrarfelgur
Framleiddur án hvarfakúts
Svört leður innrétting í mjög góðu ástandi
Armpúðar
Hiti í sætum
Stóra OBC
CD/MP3/AUX headunit
BMW Hi-fi system
Rafmagn í öllum rúðum
Samlæsingar
Lowtec lækkun
Tvískipt miðstöð
Festing fyrir krók
Checklist:
☐ Hjólastilla/slag í stýri
☐ Ryð í bensínloki
☐ Kíkja á sílsa
☐ Þétta bensíntank
☐ MAF sensor
☐ ABS tekur í á 0-5 km/h
☐ Nýtt bílstjórabelti og festing farþega
☐ Númeraplöturammar
☐ Laust armrest
☐ Skipta um frambretti(ryð)
☐ Skipta um bílstjórahurð(ryð)
☐ Mála listana
☑ Temp takki miðstöð
☑ Ný framrúða(með sólskyggni)
☑ Ný viftukúpling
☑ Nýtt miðstöðvarelement
☑ Smurning 21.02.15
☑ Olíulok á vél
☑ Diskar og klossar, framan
☑ Ný vetrardekk
☑ Laga hurðaskynjara
☑ Laga takka á skottloki
Það sem Bandit er búinn að gera undanfarið 1.5 ár:
☑ Skipta um stýrisupphengjufóðringu h/m
☑ Skipta um aftari spyrnu v/m framan
☑ Skipta um balansstangarenda h/m framan
☑ Skipta um ventlalokspakkningu
☑ Skipta um kerti
☑ Skipta um hjólalegu v/m aftan
☑ Skipta um báðar bremsuslöngur og rör v/m aftan
☑ Tékka á skiptingu, fylla á og láta skiptingu læra upp á nýtt. Fékk nýja síu og olíu 2012.
☑ Skipta um öryggi fyrir framljós v/m
☑ Þvo allann vélarsalinn.
☑ Hennti þessari sveppasíu og kom orginal boxinu fyrir
☑ Skipta um olíu, olíusíu og loftsíu... OEM auðvitað
☑ Skipta um bremsuvökva á öllu kerfinu
☑ Búinn að skipta um alla dempara. Þó ekki nýjir en mjög góðir sem fóru í hann.
☑ nýjir klossar að aftan.
☑ Skipti um olíu á drifinu Motul LSD olía 75w/140
☑ Reif öxulflangsan úr hægra megin og sandblés ABS kransinn og snyrti aðeins upp á tennurnar á honum
☑ Skellti nýjum boddýpúðum eða subframe-fóðringum í hann að aftan.
☑ Nýr thrust armur h/m framan.
☑ Ný stýrisstöng h/m
☑ Nýr balansstangarendi v/m framan
☑ Ný rúðuþurrka h/m
☑ Þrífa og bera á leðrið.
