Ætla gefa mér það leyfi þó svo að þetta sé ekki bmw að leyfa bmw áhugamönnum að fylgjast með þessu
Ef að stjórnendum þykir þetta ekki þráður sem á heima hér þá er það ekki sárt þó honum verði eytt
En ástæðan fyrir því að ég set þetta hér inn er því þetta er eitt virkasta spjallið og ég hef ekkert gaman af L2C, verður þessi volvo líka gæddur M60B40 og sjálfskiptingu+rondell58 18" staggered
En hér er ég með volvo 240 glt framleiddur 1990
Bíllinn er aðeins keyrður 124.000
í bílnum er:
Coilover
Læst drif
Adjustable hásihásingar spyrnur
Á til camber plates einnig
Svo eru polyfóðringar í öllu að aftan
Bíllinn var með B230f og m47 5gíra beinskiptingu






Hér er gamli mótorinn

Aðeins verið að máta Rondell sem hann mun rúlla á

Hér er mótorinn kominn ofaní en eina sem þurfti að skera var úr vatnskassa bitanum

Hér er búið að snikka til mótor festinguna bílstjóra megin, en hún þarf að vera þar sem það eru olíu göng í gegnum hana og inn í blokkina

Og hér má sjá hvað þetta passar alveg svo ljómandi vel

Hér er ég búinn að lækka stýris maskína svoldið niður, en kubburinn sem er þarna undir gefur verið minnkaður um 20mm