Ég dreif bílinn í skoðun um daginn svo hann er kominn með skoðun til júlí 2016
Einnig er svarti liturinn farinn af afturljósunum
Spacerarnir sem ég pantaði eru komnir undir hann
Nýjar númeraplötur
Svartspreyjuðu nýrun farin og króm komin í staðin
Svo tók ég einnig teppin í honum í gegn og djúphreinsaði þau
Teppið í skottinu var sérstaklega slæmt


Spacerarnir sem ég keypti. Þetta eru 20.mm spacerar og lengi boltar

Myndirnar ná ekki alveg að sýna muninn en þó eitthvað. Svo verður mun skemmtilegra að sjá þetta með sumarfelgunum undir.


Mun snyrtilegri með króm nýrunum að mínu mati og númeraplöturnar nýjar. Gömlu voru með skrúfugötum og aðeins veðraðar

Svarti liturinn farinn af ljósunum

Nú er ég að bíða eftir angel eyes sem ég pantaði um daginn og þegar þau koma mun ég fara í ljósabreytingar. Leggja rafmagnið fyrir euro stöðuljós, losna við appelsínugulu stöðuljósin og taka innan úr þeim.
Hann ZedII hérna á spjallinu var svo almennilegur að sýna mér hvernig hann græjaði ljósin hjá sér og lét mig meira að segja hafa rafmagnstengi með gömlum vírum til að ég geti notað endana sem stingast í tengin
Er búinn að reyna að finna rafmagnsteikningar fyrir euru ljósin en hef ekki ennþá fundið. Vantar að vita í númer hvað vírinn á að stingast í tengin í ljósatakkanum og ljósamodule tengjunum. Hann mundi ekki nákvæmlega hver númerin voru. Væntarlega gæti Bjarki í Eðalbílum gefið mér þær upplýsingar þegar ég fæ hann í að prógramma bílinn fyrir euro ljósin.