Ætla að setja þennan á sölu þar sem ég sé ekki fram á að hafa tíma á næstunni til að gera það sem ég ætlaði mér að gera
fyrir hann og vonast til að einhver hér vilji taka við keflinu og koma honum í það stand sem hann á skilið.
BMW E38 735i
Ekinn 143.xxx
Rann úr verksmiðju 28.09.1999
Orientblau Metallic
M62TUB35 - 233hö
Manual leðursæti
Sjónvarp
Sími
Topplúga
Hiti í sætum
Ýmislegt sem þarf að gera við þessa eðalbifreið:
Er ekki á númerum
Spindilkúla í spyrnu h/m framan
Stýrisupphengjan h/m
Efri aftari spyrna v/m að aftan
Olíuleki á mótor
Óhljóð koma frá h/afturhjóli og grunar mig handbremsuna
Brennir olíu einnig og reykir fyrst eftir gangsetningu en hættir því svo eftir stutta stund
Lakk hefur séð betri daga, búið að bletta í hann á þessum klassískum stöðum
Fer að verða kominn tími á bremsur
Vír í upphalara í bílstjórahurð slitinn, mótorinn virkar
Airbag-ljós logar (minnir að það sé villa á púðann farþegameginn)
Handfang til að opna bílstjórahurðina innan frá er brotið
Á það til að vera leiðinlegur í bakkgírnum
Örugglega einhvað sem ég er að gleyma.
Tilvalinn bíll fyrir laghentan einstakling
Segjum bara verðhugmynd 450þús.
Er til í að skoða skipti á svipuðu verði.
Mest spenntur þá fyrir dísel jeppa.




