Mér gengur merkilega erfiðlega að finna upplýsingar um þetta á Mr. Google, en þekkir einhver hérna til hátalarakerfanna sem komu í X5 E70? Prófaði einn í vikunni sem virtist vera með sæmilegu kerfi og ég taldi í fljótu bragði 9 hátalara og það var hægt að stilla kerfið á "Surround". Hélt kannski að það væri af því þetta var ágætlega búin ameríkutýpa, en síðan sé ég að allir bílarnir á bilasolur.is virðast í það minnsta vera með miðjuhátalaranum - nema það sé bara grindin og enginn hátalari undir?
Getur verið að default setupið í X5 E70 séu þessir 9 hátalarar?
|