Smá búið að gerast í þessum.
Skipti um spyrnufóðringar að aftan (Trailing arm bushings), í það fóru pólyfóðringar. Sandblés bracketið ásamt boltonum, allt voða shiny og fínt.
Skipti um ventlalokspakkningu þar sem hin míglak
Svo skipti ég einnig um kerti, bíllinn var buinn að vera láta einsog sláttuvél, þá hafði komist vatn í 2 kertagöt, og olía í 2 í viðbót.
Svo keypti ég mér mótor, 302, úr Ford Explorer 97.
Tók AC dæluna af honum í dag, mun ekki notast við hana, snéri flækjunum öfugt fyrir front dump exhaust (Tilvalið seinna meir í turbo

),
Einnig portaði ég flækjunar og portmatchaði, tók EGR ventilinn af og smíðaði lítið bracket sem lokar fyrir gatið á soggreininni þar sem ventillinn á að vera.
Er að bíða eftir pakka frá aðila á Bimmerforums, í honum er mótorfestingar fyrir mótorinn ásamt mótorpúðum og gírkassapúðum, B303 ás, gírskipti og fl.
Læt hér fylgja mynd af mótornum, þetta er í raun sami mótor og er í gömlu GT mustang, nema þessir mótorar sem eru í explorer eru með GT40 heddum, flæða betur,
og auka afl töluvert. Svo eru þeir líka með stærra loftinntak. Þessir mótorar eru að skila mjög flottu afli með öðrum ás og flækjum, þar sem orginal flækjurnar eru allt of mjóar.
Þetta mun vera mjög umdeilt swap á meðal manna hér, það er víst. Öll leiðindakomment munu bara hvetja mig meira til þess að vera öðruvísi !
