Hvaða skoðun sem menn hafa á þessarri "skuldaleiðréttingu" þá finnst mér ansi góð rök í grein hans Óla Björns í Morgunblaðinu síðasta miðvikudag. Ég held að loksins núna sé sett í annan gír og fólk geti flest verið sátt um að það hafi verið komið til móts við sem flesta. Þó veit ég að það verður alltaf til fólk sem finnst að það hafi átt að fá meira og talar um að það hafi verið svínað á því. En ... þeir sem voru með lán - sem sannarlega stökkbreyttust hafa fengið leiðréttingu á sínum málum.
75% af fjárhæðinni renna til
einstaklinga með 7 milljónir
króna eða minna í árstekjur og
til hjóna sem hafa minna en 16
milljónir í tekjur á ári.
Einstaklingur með 330 þúsund
krónur í mánaðartekjur er tíð-
asta gildið í leiðréttingunni en
meðaltal heildarlauna er um 520
þúsund krónur.
Einstaklingar með heildartekjur
undir lágmarkslaunum fá 22% af
fjárhæðinni.
Stærsti hluti fjárhæðarinnar fer til
einstaklinga sem skulda á bilinu
10-20 milljónir og hjóna sem skulda
20-30 milljónir króna.
55% fjárhæðarinnar renna til
einstaklinga sem eiga minna en 4
milljónir í eigin fé og hjóna sem
eiga minna en 13 milljónir króna.
Neikvæðri eiginfjárstöðu 4.000
aðila verður snúið við og verður
jákvæð
Ég held þetta verði til þess að skila sér margfalt til baka í gangi hagkerfisins hér á landi á næstu árum og að fólki finnist það nú komið upp úr holunni. Það má endalaust ræða um hvaðan þessir peningar eru teknir og að betra hefði verið að taka þá annars staðar frá, nota þá í annað og bla bla. En það var þó sannarlega gert eitthvað líkt og lofað var og það er meira en hægt er að segja um loforð margra fyrr!
Ég er ekki talsmaður Sigmundar og er sammála því að hann er ekki góður viðmælandi. Það kemur ekki vel út að virðast yfir aðra hafinn í umræðuþáttum og svara með skæting. En ég held þetta sé klár maður og vona að hann geri sem mest gott en tali sem minnst við fjölmiðla
