gstuning wrote:
Angelic0- wrote:
Boost it or go home.... simple....
Og Gunni, ég veit alveg um nefnarann 5252 og allt sem að að því snýr....
En ég er að benda á að hestöfl er afleiða af togi... og báðar eru vinnueiningar...
en með meira tog neðar í powerbandinu, ætti þetta að eiga mikið auðveldar með að spretta úr spori þó að þyngdin sé meiri...
Það er til formúla fyrir þetta líka... ég kann hana samt ekki...
Þær eru ekki báðar vinnueiningar.
100nm hersla á bolta, hvaða vinna er í gangi þar? Hann hreyfist ekki þannig að ?
Hestöfl er vinnueining (Watt / Joules og svo framvegis) , Tog er átak ( Nm )
Auðvitað með meira tog á X rpm sprettur bíl frekar úr spori því hann framleiðir fleiri hestöfl.
Ipso facto Hestöfl uber alles.Okok, sorry... ég er skítþreyttur og orðaði þetta pínu vitlaust, þarna átti ég við að báðar væru einingar... og átti við að hestöfl væru vinnueiningin.... ég skrifaði ítrarlega um þetta á jeppaspjallinu fyrir ekki svo löngu...
Hr.Cummins wrote:
Lindemann wrote:
þetta er nú eitthvað skrítin fullyrðing hjá Viktori með skurðinn á kúrfunum. Togkúrfa er alltaf mismunandi eftir hverri vél og hestaflakúrfan sker hana á mismunandi stað.
En með 33000 lb-ft þá skiptir öllu máli í því samhengi að þetta er á mínútu.
Þ.e. afl er alltaf mælt sem vinna á tímaeiningu
Dynobekkur mælir tog og umreiknar það yfir í hestöfl...
tökum sem dæmi, bensínvél togar 500nm @ 3800rpm (BMW S62?)... 500nm eru 369lb.ft reiknum þá út hestöfl við sama snúning... þá gerum við það þannig:
369 x 3800 / 5252 = ~267hp (þetta eru crank hp nota bene)
ef að við síðan skoðum þetta dyno graph:

þá sjáum við að hestöfl og tog (hp & lb.ft) skarast á 5252rpm eins og ég tók áður fram, einnig þá sjáum við að mótorinn togar ~265ft.lbs @ ~6650rpm (mestu hestöflin eru þar) skvt grænu kúrvunni...
reiknum þetta aftur 265 x 6650 / 5252 = ~335.5hp sem að stenst samkvæmt grafinu...
tog og hestöfl haldast því ALLTAF í hendur elsku drengirnir mínir, það er hinsvegar misjafnt HVAR togið er og hversu fljótt það er að fade-a....
Ég held kannski áfram að henda inn fróðleik í þennan þráð ef að menn þyrstir í meira...
Hr.Cummins wrote:
ef að menn hafa enn efasemdir:
hérna er algjörlega óskylt dyno graf..

á þessu grafi sjáum við ~290ft.lbs tog (rauða línan) við 4250rpm, og einnig að línan skarast við 5252rpm...
ákvað að reikna hestöflin við hámarks tog, þar sem að hámarks hestöfl eru c.a. við skörun / 5200-5300rpm...
290 x 4250 / 5252 = 234hp
Þegar að horft er á hestöflin @ 4250rpm eru þau einmitt 234hp...
Hr.Cummins wrote:
Navigatoramadeus wrote:
af einskærri forvitni og áhuga, hvernig fara þessar kúrvur að þessu ?
ef þetta er fært í kW-Nm töflu skerast þessar línur þar líka ?
er heldur ekki að ná reikningnum við hp í 33.000 pund fet, viltu útskýra betur takk.
er að kenna vélfræði í vélskólanum og það væri flott að fá nýja vídd í fræðina takk

Þú spurðir og ég svara:
Hestöfl er eining sem að var fundin upp af manni að nafni James Watt (meira um það hér;
http://en.wikipedia.org/wiki/Horsepower)...
Benchmarkið var sett með hesti úr sveitinni sem að var látinn ganga á "treadmill" ef að minnið svíkur ekki sem að var látin knýja áfram einhverskonar dælu...
ft.lb og lb.ft er svo ekki sama einingin in theory, en hestafl eins og ég tjáði mig um áður stendur alltaf fyrir 33.000ft.lb af vélrænni orku á mínútu...
1lb.ft af togi er jafnt 6.283320639756283ft.lb af vélrænni orku, skilur þú þá kannski betur hvað ég á við ?
svo reiknum við...
33.000 / 6.283320639756283 = 5252rpm
tilviljanakennt ?
Hr.Cummins wrote:
Steinmar wrote:
Sælir
Gaman að þessum pælingum og þakkir fyrir upprifjunina Jón Ingi.
Ég er persónulegfa fylgjandi því að nota SI kerfið, svona til einföldunar, en það er líka nauðsynlegt að hafa smá innsýn í SAE kerfið.
Kv. Steinmar
elliofur wrote:
Sama spurning og Steinmar, nema með original 6bt cummins?
Orginal eða ekki, hérna er dyno graf fyrir 6BT (ISB / Commonrail):

eins og glöggt sést ná línurnar ekki að skarast, en EF vélin hefði nóg snúnings-svið myndu línurnar skarast við 5252rpm...
Þetta er eins og Jón Ingi bendir á SAE kerfi, en ég er hlynntur notkun þess eins og flestir hljóta að geta lesið af skrifum mínum...
Ég er að vinna í smá ritgerð handa ykkur um áhrif knastása á hestöfl og tog, og þá sérstaklega snúnings-svið (powerband) en í sömu grein mun ég skrifa um stroke og bore... muninn á short stroke og long stroke með sama slagrými...
Gott að fá þetta innlegg frá þér Jón sem að útskýrir brunaþrýsting og hvernig hann verður að afli á sveifarás, en ég er einnig að vinna í smá klausu um drive-pressure og áhrif þess krafts á endingar véla, þá sérstaklega hvernig Detroit Diesel menn klúðruðu 6.5 TD vélinni sem að GM menn þekkja með of smáu afgashúsi og takmörkuðu þannig afköst vélarinnar og möguleika á aflaukningu.
En ég held að þetta klúður hjá GM/Detroit hafi orðið þeim að falli á þeim samkeppnismarkað sem að stefnt var á en menn eru að sprengja botninn úr 6.5 með því að auka of mikið boost á orginal túrbínu...
Á sama tíma hafa menn skipt út Borg Warner GMx túrbínunum fyrir Holset HX35 og Holset HX40 með góðum árangri, um leið stækkað spíssa og verið að blása 25-30psi með fylgjandi aflaukningu og verið mjög ánægðir...
Allt um það seinna, en þú gerir athugasemd við reikninginn minn á "x deilt með x jafnt og y" en það var bara svona dæmi sem að ég prófaði að reikna og fékk útkomuna 5252rpm, sem að var smá tilviljun

Hr.Cummins wrote:
baldur wrote:
Í grundvallaratriðum þá er torktalan einskins virði og segir þér EKKERT um vinnsluna í mótornum eða hans getu til þess að hreyfa bíl, skriðdreka eða fjöll.
Það sem segir þér hvernig mótorinn vinnur er númer eitt hvað hann er mörg hestöfl og í öðru lagi hvernig torkkúrfan er í laginu, hvernig hestöflin dreifast yfir snúningssviðið. Torktalan er bara eitthvað sem þú þarft að spá í þegar þú ferð að versla þér kúplingu.
haha, flott baldur...
Þetta er einmitt það sem að ég er að reyna að benda á... menn verða að lesa dyno gröf til að geta ákveðið hvernig á að nota mótor...
Fyrir jeppa með mikið afl, þarf stóran mótor ef að nota á pushrod amerískan, allt önnur saga ef að menn eru það múraðir að geta keypt t.d. S62 eins og ég tók í dæminu hérna að ofan.... 500nm tog þangað til að kúrvan mætist :')
Torktalan er samt aldrei einskis virði Baldur, þvert á móti... ef að menn lesa rétt úr dyno gröfunum er hægt að ákveða hvernig bíllinn á að vera settur upp...
Ég stakk t.d. upp á knastás fyrir mann hérna á jeppaspjallinu sem að var að hugsa um V8 318 Magnum swap í Patrol, og þá miðaði ég valið á ásnum við að hann myndi nota stock stall converter...
Ef að menn eru svo að fara í meira og grimmara power þarf converter með hærra stall til þess að ná inn á powerbandið... þetta á btw við mótora sem að eru ekki nýmóðins (VVTi, VANOS, VALVETRONIC etc,.)
Það er samt algengur misskilningur að tog og hestöfl séu sitthvor hluturinn, einn er afleiðing af hinum... þetta er staðreynd !
Ég hélt þetta sjálfur framundir tvítugt, eða þangað til að bíla og véladellan heltók mig algjörlega en ég tel að skilningur minn á vélum og virkni þeirra hafi batnað til muna þegar að ég fékk útskýringu á þessu og þá fyrst var búið að kynda undir í bálinu

Hr.Cummins wrote:
Heddportun wrote:
Svona til að flækja þetta ferkar...
Nú hafa allir hert niður hluti en þegar hert er niður er verið að torka vel en engin hestöfl eru sköpuð sem slík
Tork kemur frá cyllender þrýsting sem er það sem vélin gengur á en hestöfl eru lýsing á vinnu á tíma í snúningum en þau lýsa eiginleikum hennar um hröðun á henni sjálfri en það er margt annað sem spilar inn í eftir að hún er kominn í bíl með gíra um hvað er besta vélin en sú sem togar mest hefur bestu möguleikana á að nýtast vel
Þegar verið er að meta saman vélar er best að hafa sömu mælieiningar þar sem 500nm hljómar vel en er nú bara lítil 368lbs/ft
Menn þurfa nú ekki að vera mjög múraðir t.d LT1 skilar sama eða meira peak togi en Orginal BBC,S62 ect.. ef ég man rétt en þær voru underrated fra verksmiðunni og þarf nú ekki mikið til að komast í 400lbs ft með að losa sig við oem pústgreinarnar
LT1 skilar kannski sama eða meira peak togi en BMW S62, en togið skilar sér ALDREI eins vel... S62 togar 370nm @ 1000rpm, er farin að toga 440nm @ 1750rpm og svo 500nm alveg út að 5000rpm og þar byrjar vectorinn að falla... en þó afar hægt og línulega.... og munum... mótorinn kemur úr beljunni með 400hp, 299cid (4.9 lítra), 4 knastása og VANOS gír sem að getur flýtt og seinkað bæði púst og inntaksásum

ég kem betur inn á þetta í knastásaritgerðinni sem að ég ætla að pósta hérna fljótlega....
grimur wrote:
Æji strákar...hestöfl eru margfeldi af snúningshraða og togi. Hvorugt er betra en hitt tæknilega séð, en til að búa til afl þarf allavega pínulítið af öðru hvoru og slatta af hinu....skilljíumí? Þetta er ákveðinn "ballans" í hverri vél fyrir sig sem er hægt að mæla og draga upp á graf. Hvernig hestaflakúrfan fyrir einhveja vél lítur út sem fall af snúningshraða þarf ekki endilega að gefa svo skýra mynd af því hvernig vélin kemur út í praxís. Þar koma atriði inn sem er reyndar hægt að reikna út frá kúrfunni en eru ekki augljós þegar svona einfalt graf er skoðað....
kv
G
Það er nefnilega bara nákvæmlega þannig. Þegar að þú setur upp vélina og keyrir hana á/í bekknum segir það þér nákvæmlega hvað vélin gerir og hvernig er hægt að nota hana. Það er síðan undir þér komið að kunna að lesa úr grafinu til þess að geta sagt til um hversu vel hún virkar við ákveðnar aðstæður og með ákveðinni gírun.
You can't cheat physics !
p.s.
Það er oft enn flóknara að lesa úr turbo diesel vélum, t.d. eins og við mitt setup þarf Load Cell Dyno til þess að fá réttar niðurstöður, þ.e. setja álag á vélina til þess að keyra upp afgashita svo að blásarnir blessaðir snúist nú

Þráðinn má lesa í heild sinni hér:
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=22842Baldur kom með fullt af gulli...