Núna er að klára raða öllu saman eftir að bíllinn var sprautaður
Svona stóð bíllinn eftir að hafa verið málaður.

Ákvað að selja af honum stefnuljósin og kaupa ný smoked DEPO ljós,, þau eru ekki lent svo bíllinn er stefnuljósalaus

Bíllinn er orðinn ansi laglegur í lakkinu svona næstum því, það á eftir að sprauta hurðar og frambretti seinna.



Arnar Leví átti þessi prefacelift afturljós sem ég ákvað að fá lánuð í smá tíma í staðin fyrir ljósin sem voru á bílnum,
(Þau voru frost sprungin og planið er að kaupa ný afturljós seinna)
Þetta kemur bara vel út svosem.

Þegar við vorum að skipta um ljósin kom þetta helvítis skítamix í ljós!
það hefur einhver klippt OEM tengið af loominu í bílnum

,, en við tengdum bara hin ljósin í bílinn með þessu skítamixi,,
ætla að finna partabíl og fá að klippa tengin úr honum til að laga þetta við næsta tækifæri.

Nýrun sem voru í bílnum voru saman kíttuð, teipuð, brotin og ógeðsleg

Ég pantaði því ný shadowline nýru,, ekkert málað króm drasl.

Einnig pantaði ég ný BMW merki á hann þarsem þau gömlu voru farin að láta sjá á sér.

Tók svona Lip spoiler á skottið að utan í leiðinni,, hann fer ekki á bílinn fyrr en eitthvað meira verður sprautað á honum, læt þá taka þetta lip í leiðinni.

Bónaði nýmálaða húddið undir nýja BMW merkið

Merkið og nýrun komin á


Græjaði sama pakka að aftan




Sullaði einum brúsa af redex á bílinn, bara svona afþví bara.

Svo var það en eitt moddið, Arnar Leví gaf mér þessa hringi í mælaborðið







Þetta skellir smá svip á mælaborðið

Svo lenti hjá mér nýtt Angel Eyes sett sem er "Warm White" sem er bara plane hvítgullt,, var ekki nógu ánægður með rice hvítbláa dótið sem ég fékk í bílinn fyrst
set þessi nýju angel eyes í bílinn við næsta tækifæri þegar ég nenni að rífa ljósin aftur í sundur.


Prófaði að tengja þetta inná 12volta railið í tölvunni heima til að sjá hvernig þetta lítur út.

Svo lenti pakki með glænýjum DEPO stefnuljósum

Tók líka sett að augabrúnum á hann, prufa að setja það á hann seinna þarsem það þarf að sprauta þær í sama lit og bíllinn.

Þetta er orðinn helvíti góður bíll þótt ég segi sjálfur frá






Þetta er bara byrjunin ég á eftir að gera helling meira flott við þennan bíl
