Er með gríðarlega góðann 525ix til sölu, hef átt hann í um 8 ár og alltaf sinnt fyrirbiggjandi viðhaldi, bíllinn er riðlaus, þéttur og solid.
Árgerð 1995
Ekinn 250.000 - Smurbók frá upphafi
SSK
M50B25
Litur - Hellrot, toppur sprautaður síðasta vor
17" Alpina felgur á þokkalegum börðum
Svört leður sportsæti með rafmagni og armpúðum
Gardínur í afturrúðum
Heimasmíðuð Hella Dark framljós
Shadowline
Skoðaður '15
Ég læt helling af dóti fara með bílnum.
Þar á meðal:
16" nelgd vetrardekk á felgum, naglar farnir að kveðja en nóg eftir af munstri
Plastsílsar, afturstuðari og 2 framstuðar (540 og orginal)
Leður klædd hurðarspjöld, leður miðjustokkur og hellingur af einhverju innréttinga smádrasli
Svo er eitthvað meira sem ég læt fara með bílnum en ég hef ekki farið yfir þá kassa í einhver ár.
Bíllinn er fluttur inn árið 1998 minnir mig af Þorsteini Hjalta lögfræðingi á Akureyri, ég kaupi svo bílinn af honum fyrir 8 árum.



Þetta er auðvitað 20 ára gamall bíll og það eru örfáir hlutir að hrjá hann, pústið er farið í sundur á einum stað en er vel viðgerðarhæft, þekki það ekki nógu vel á þessum bílum hvort það þurfi að taka pústið undan frá grein eða hvort það sé nóg að taka það aðeins niður, en það á ekki að vera neitt mál að sjóða bara í.
Svo er það miðstöðvarmótorinn sem er nýlega búinn að gefast upp á mér, hann fer stundum í gang eftir nokkurra mínotna akstur, stundum ekki, og stundum fylgja ægileg hljóð með þegar hann er í gangi, og stundum fer hann ekki í gang en samt er hljóð þannig að það er alltaf hálfgert lottó þegar miðstöðvarmótorinn er annars vegar.
Ég hvet þá sem eru áhugasamir að koma og skoða bílinn, er staðsettur í Hveragerði en renni reglulega til Reykjavíkur.
Atli