Jæja verslaði mér loksins eitthvað stærra en 4cyl.
Seldi gamla E46 og eftir að hafa verið bíllaus í viku stökk ég á þennann og er hrikalega sáttur.
2004 545i333hp V8 SSK
Ber með sér nokkra ferðasögu, fyrstu fimm árin úti í þýskalandi. Innfluttur þaðan 2009 ekinn 122.xxx, fór til vestmannaeyja, þaðan til Selfossar og kom að lokum í höfuðborgina.
Kram virkar mjög vel og kom hreinn út úr Léttskoðun fyrir utan smá olíuleka sem ég er að fara að laga (ventlalokspakkningar)
Lakk í mjög fallegu ástandi, afturljós dekkt örlítið.
Talsvert vel búinn bíll, en í honum er meðal annars:
-Leður comfort sæti
-Aðgerðarstýri
-Tvöfalt Climate gler
-Rafmagn í öllu
-Hiti í sætum
-Armpúði með cupholders að aftan
-Gler topplúga
-Mahogany innrétting
-Rafvirk gardína í afturrúðu
-Cruise control
-Xenon aðalljós og LED Angel Eyes
-Active Steering
-Svört toppklæðning
-Filmaður að aftan
-18" sportfelgur, staggered
Og eitthvað fleira af dóti sem ég nefni ekki vegna þess að ég nota það ekki... hehe
Er búinn að vera velta fyrir mér hvað ég get gert til að gera bílinn aðeins flottari.
To do:
[ ]Filmur frammí
[ ]Framsvunta
[ ]Muffler delete/gutting
[ ]Roof spoiler
[ ]Mögulega mála felgur í dekkri gráum tón
[ ]Mössun
Er opin fyrir hugmyndum og ábendingum, en ekki skítköstum.
Læt tvær símamyndir fylgja

