Tók bremsurnar aðeins í gegn, ákvað að framkvæma það eins og aðra hluti í þessum bíl og gera hlutina alveg frá A til Ö.
Lét sandblása dælur og kjálka, poly húðaði svo dælurnar og kjálkana.
Nýir stimplar og pakkningar í dælunum.
Rákaðir diskar.
Keramik klossar.
Tók einnig handbremsuna alveg í gegn, setti í nýja barka og allt nýtt úti í hjóli.
Skipti um öll bremsurör og setti vírofnar slöngur í fyrir ekki svo löngu síðan svo að það var ekki þörf á að skipta um það í þetta skiptið.
Hér eru nokkrar myndir af ferlinu.
Svona var þetta fyrir blástur, haug ryðgað eins og venjan er.



Gleymdi að taka myndir eftir blástur en svona leit þetta út eftir blástur og poly húðun.

Ákvað að halda mig við svarta þemað og kaupa svarta diska

Nýir stimplar og pakkningar.



Dæla komin saman með nýjum stimpli og pakkningum

Pinnarnir sem halda bremsu dælunum í kjálkunum voru húðaðir með dælunum svo að þeir voru orðnir of þykkir fyrir gúmmí fóðringuna sem þeir eiga að fara í gegnum.
Ákvað að prófa að nota gasket cleaner á poly húðina og það svínvirkaði!
Poly húðin bólgnaði öll upp og eftir það var ekkert mál að plokka hana af með höndunum.







Svo lítur þetta svona út eftir að ég púslaði öllu saman


_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.
██ 1994 BMW E36 332i sedan
██ 1991 Chevrolet Camaro Z28
██ 1982 Toyota Carina A60
██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
