Nú hvet ég alla til að geyma allt annað sem þeir gætu mögulega kannski haft og gera þann 24. júlí því að hér á eftir koma 2 gríðarlega magnaðar tilkynningar !!!
BMWKraftur ætlar að fara í GO-KART laugardaginn 24. júlí kl 14:00 á GO-KART brautinni í Reykjanesbæ.
Við ætlum að hittast á uppi á "Stöð" á Reykjavíkurvegi (Þar sem Esso, Dekkjaverkstæðið og Shell eru, ásamt Löðri) eigi síðar en kl 12:30 og leggja af stað kl 12:45. Það er MJÖG mikilvægt að við leggjum af stað kl 12:45 því eigandi go-kartsins vill að við verðum mættir kl 13:15 til sín.
Verð á mann verður 2000-2500 kr og fer það eftir því hvernig aksturinn verður skipulagður. Það verður ákveðið þegar nær dregur, með Ragga M5 sem sérstakann ráðgjafa. (Ef einhver er með hugmynd má hann láta í sér heyra í PM).
Það væri mjög gott ef þeir sem ætla að mæta í GO-KART sendi mér línu á
gunni@bmwkraftur.is með topicinu GO-KART. Hver greiðir fyrir sig á staðnum!
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Jæja þá er loksins komið að því.
Í tilefni að 2 ára afmælis BMWKrafts 9. júlí nk. verður haldið bjórkvöld þann 24. júlí!. Þetta verður með svipuðum hætti og síðast (fyrir ykkur sem mættu þá).
Partyið verður haldið á Glaumbar Laugardaginn 24. júlí og byrjar gleðin kl 20:00. Þar er risaskjár þar sem við getum horft á bílavídjó og annað slíkt.
Planið er að gildir
meðlimir borga 1.000 kr., en aðrir borga 1.500 kr. Það verður allt fljótandi í bjór og snakki á staðnum. Þeir sem borga fyrir bjór fá miða hjá okkur sem þeir afhenda á barnum til að fá “frían bjór”. Tilboð verða einnig á barnum.
Bjórinn verður meiri en áður hefur sést og ef að þetta verður ekki all svaðalegsta party sem menn hafa upplifað lengi þá skal ég hundur heita!
Ef einhver hefur undir höndum vídjó sem gæti verið við hæfi að sýna þarna eru beðnir að hafa samband við Gunnar í s. 822-2244 eða e-mail
gunni@bmwkraftur.is
Þeir sem ætla að mæta VERÐA að borga fyrirfram. Það gera þeir með því að leggja pening inná reikn. 0322-26-002244 kt. 510304-3730. Þegar því er lokið skal senda e-mail á netfangið party@bmwkraftur.is og skrifa bara í topicið dagsetningu þegar borgað var, Fullt nafn, notandanafn, kennitölu og GSM símanúmer.
T.d. 150704 Jón Jónsson nonnijons 010101-9999 s. 899-9999
Við vonum að það mæti sem flestir (þetta er nú ágætis fyrirvari) því það var alveg endalaus rífandi stemming síðast!
Kveðja, Bjórnefndin
p.s. við hvetjum alla þá sem ætla að súpa öl að skilja bifreiðar eftir heima