Þetta er svo magnað ökutæki að orð geta varla lýst því, varð þess heiðurs aðnjótandi að stjórna því í gær (02.04.2005) og maður lifandi orkan í þessu sem og gripið.

Skiptir þá engu hvort aðeins er einn í bílnum eða fimm. Finnst vel hvað bíllinn er ballanseraður og ótrúlega þéttur og góður í alla staði og kom mér á óvart hvað hann er ljúfur á 19" felgunum.
Fyrsti gír fer í DSC kerfið (ef kveikt er á því) og síðan eru nokkrir fluggírar sem taka við, höfuðpúðarnir eru vel nýttir í svona græju. Höfuðið á manni rykkist aftur og sömuleiðis ótrúlegt "cornering force" sem bíllinn nær, 1.2G sem er meira en flestir ofurbílar (supercars) ná og þá er verið að tala um standard bíl.
Hafði nú keyrt E39 M5 áður en maður nær ekki að átta sig á því hvað bíllinn er svakalegur nema maður keyri hann þeim mun lengur. Fimm manna "fjölskyldubíll" sem flengir allflesta bíla á götunni í spyrnu og þegar búið er að því þá er hægt að keyra hringveginn með fjölskyldu og farangur í góðu yfirlæti og hægt að vera snöggur að því.
Hinn fullkomni bíll. (allavega þangað til annað kemur í ljós)
(ekki fullyrðing aðeins mín skoðun)
EVO 078 wrote:
The M5 is just too complete, too sensible, too fast, too brilliant to be ignored... a car blessed with a chassis that gives the driver endless options and never runs out of ideas and the creamiest 400bhp V8 ever built, we'll happily put on our sensible shoes and head for best roads we can find, over and over again...
_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR