Jæja, skellti mér á bílasölurúnt um helgina með familíuna til að skoða eitthvað af þessum kerrum og úff, þvílík vonbrigði. Kannski er maður bara of kröfuharður og bílarnir vissulega orðnir 6-7 ára gamlir, en ég sá ekkert nema kantaðar felgur, þreytt leðursæti, matt/rispað lakk og gamaldags hönnun. Gallinn við marga af þessum bílum er að eigendurnir hafa ekki haft snefil af bílaáhuga og því er meðferðin eftir því (þó svo að það hafi ekki áhrif á hönnunina

).
Var eiginlega bara hundfúll eftir þessa ferð, þó þetta sé vissulega ákveðið lúxusvandamál og ekki beint tilefni til að pirra sig yfir svona í samhengi hlutanna.
Akkúrat núna finnst mér mest spennandi kosturinn að fara í eitthvað eins og þetta:
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx ... &schpage=1Er reyndar eitthvað skeptískur á þetta ásetta verð, svona miðað við 7 ára gamlan bíl, en það er væntanlega samkomulagsatriði eins og annað.
Veit að fólk hefur verið að benda á dísel X5 - en mér finnst þeir bara svo ægilega mikið plaine Jane eitthvað og ég er búinn að vera í þeim pakka síðustu tvö árin. Ég er reyndar hrikalega duglegur að skipta um skoðun þegar kemur að bílum þannig ég gæti verið búinn að fara 10 hringi eða svo áður en að kaupum kemur. Stefni á að hafa þolinmæði allavega fram yfir áramót og helst fram á vorið, en núverandi bíll er í ábyrgð þangað til þá og allt common sense segir mér að eiga hann fram að þeim tíma. Plús að hann eyðir akkúrat engu og er því afar léttur á fóðrum sem er fínt þegar í þeim fæðingarorlofsæfingum sem við erum í þessi misserin.
P.S. Hefur einhver hérna reynslu af ML 500? Þeir eru á flottum prís og margir búnir að fara í paint claim og líta því vel út. Settist inn í svona bíl með Alcantara og var hissa hvað þetta var þolanlegt að innan - hefur alltaf fundist innréttingin ljót á myndum en aldrei setið í svona bíl áður.
P.P.S. Aftur sorry fyrir að misnota BMW spjallborð fyrir þessar pælingar, sér í lagi ef ég enda á einhverju öðru en BMW.

Treysti þó á að bíláhugamenn hafi gaman af svona pælingum.