Jæja þá er maður kominn aftur á BMW, og varð E30 fyrir valinu. Mig er reyndar lengi búið að langa í E30 en hef einhvernveginn aldrei látið verða af því og einnig er búið að vera lítið um þá til sölu. En um daginn þá bauðst mér að eignast svoleiðis og ég lét verða af því, skipti hondunni minni fyrir þennan ágætis E30 og er bara mjög sáttur með hann

Ég er eigandi nr.5 á honum, reyndar átti fyrri eigandi hann bara mjög stutt.
Eflaust margir sem kannast við þennan en hann er upprunalega 316 en búið að swappa M20B25 risaeðlu í hann.
Það sem er búið að gera fyrir hann:
- M20B25 (einhverjar flækjur á honum)
- Stóra drifið 188mm 3.73 LSD (í góðu standi)
- Stóru öxlarnir
- 325 bremsur
- 325 ballansstangir
- Bilstein sport demparar + coilover sleeves
- Hella Dark framljós
- IS lip að frama og á skotti
- SE sílsar
Einnig var hann heilmálaður 2010 í mjög flottum hvítum lit, smá ryð neðst hjá afturbretti við sílsa sem þarf að taka í gegn
Var svona þegar ég fékk hann, var frekar skítugur og subbulegur


Frekar dapur svona, svuntan ekki á honum (inní bíl) og búið að ræna helvítis kösturunum

Eins og sést á myndunum þá línar húddið ekki nógu vel og ekki hurðin heldur, þarf að stilla þetta betur af.

Þrifinn og kominn inn í skúr og verið að skoða undirvagninn og leit bara nokkuð vel út miðað við tæplega 25 ára gamlann bíl

Eitthvað smá ryð hjá sílsum en eitthvað sem verður tekið í gegn og skoðað betur í vetur.

Hann er með endurskoðun útá hjólstillingu, og það sést að hann er svoldið hjólaskakkur



En nokkrir hlutir sem ég var velta fyrir mér varðandi bifreiðina, veit einhver eitthvað um þennan mótór? Skilst að hann sé upprunalega úr E30 cabrio hjá Sveinka? Veit einhver hvenær hann fór í og akstur eða eitthvað? Veit að það eru allavegnna flækjur á honum og hann kemur á óvart í virkni miðað við M20.
Og annað sem ég var að pæla hvort að einhver viti hvað liturinn heitir (litanúmer) sem er á honum? Þarf að sprauta svuntu aftur og bletta aðeins o.fl.
Hann er í ágætis standi eins og er, en það að þarf aðeins að klappa honum, nokkur smáatriði sem maður vill laga eins og t.d. rúðuþurrkur og lína framendann betur. Hann er alveg efniviður í flottan E30 og fer hann fljótlega inn í skúr í vetrardvala og verður eitthvað dundað í honum

Það koma margir hlutir til að greina að gera í honum, eins og að kíkja á mótormál og jafnvel felgumál en sé bara til hvað maður nær að gera
