Smá update það sem ég hef verið að dunda mér í síðan síðast. Það mun svo ekkert gerast í þessum í mánuð. Er nánast líka búinn með allt smá dunderí fyrir aftur hlutan á bílnum, þar núna bara að versla mér nýjar hjólalegur, poly fóðringar í allt aftursubreimið, 2stk bremsurör sem liggur frá dælu og meðfram stífuni, á til vírofna slöngur fyrir E36 M3, en sínist þetta passa ef ekki þá verslar maður fyrir E30. og ábyggilega einhvað meira.
Hérna eru nokkrar myndir.
Búið að sandblása strutbar/stífu undir bílnum

Og búið að grunna og sprauta, á eflaust eftir að rispast við fyrsta rúnt en só wat! Næ vonandi Góðri mynd áður en það gerist af undirvagninum flottum


Ballanstangarfestingarnar, Búið að sandblása og svo sprauta.
[imghttp://i1205.photobucket.com/albums/bb427/Omar_Ingi/E30%20project%20S50B32/IMG_1496_zps7e71a7d7.jpg][/img]

Það var reindar pæling að hafa ballanstangirnar appelsínugular, en prófaði það og veit ekki hvernig það á eftir að vera en ætla að gera þær bara gular! og hún var líka sandblásin að sjálfsögðu


Aftur subfreimið. Er búinn að taka stífurnar af og bíður eftir að vera sandblásið


Bremsurörafestingar, búið að sandblása

Og svo lita, Þær verða reindar Rauðar.

Subfreim festingarnar, búið að sandblása, svo sést í pústfestingu þarna hún er rauð en verður silfurgrá, var bara að prófa :/

Grunnur

og lita


Svo er ég búinn að fá tvær svona slöngur til að ganga vel frá miðstöðinni. á eftir að fá tvær aðrar sem er ekki með beigu í bara beint.

Svo vantaði 3stk af smellum fyrir M-Tec II kittið á hliðonum á bílnum þannig ég pantaði það frá BL
