Jæja þá komst ég og bjarki í það að klára að sjóða soggreinina og er hún svo gott sem tilbúin, en ég var ekki nógu sáttur með staðsetninguna á spjaldhúsinu þannig ég ákvað að skera það rör af og gera það aftur til að fá spjaldhúsið á betri stað. allavegana hér eru nokkrar myndir af ferlinu. Rörið sem ég endaði á að kaupa er 4" að utan máli þannig nóg er rúmmálið að innan

ég byrjaði á því að búa til enda í rörið sem ég hafði snikkað til svo að það myndi passa slétt á plötuna.

síðan var rörið punktað á og annar endinn.


síðan var þetta allt full soðið saman og suðurnar mjög flottar hjá bjarka.


eins og áður segir þá var ég ekki sáttur með staðsetninguna á spjaldhúsinu þannig ég skar litla rörið af og þarf að gera nýtt sem hallar nær blokkinni, síðan er bara að finna staðsetningu á einu braketi fyrir inngjöfina. fuel railið fittar flott en ég þurfti að breyta því aðeins þar sem returnið var undir og hefði rekist í soggreinina hvað sem ég hefði gert þannig railið verður í einhverri svona mynd eins og á myndinni hér að ofan á samt eftir að klára það.
_________________
VW Golf
VR6 - í Notkun!
Subaru leone 1800 1986 - Seldur
Mazda 323f -seldur
Volvo 240&740 - Seldir
maxel wrote:
Nenniru að rífa enter takkan úr lyklaborðinu þínu.