Danni wrote:
IceDev wrote:
GTA V kemur út á PS3, 360 og seinna meir PC
Kemur hann ekki á PS4 líka? Að minnsta kosti í myndbandinu í byrjun á E3 Sony Press Conference voru klippur úr væntanlega PS4 leikjum og þar með talið var GTA V.
Klippan var sýnd þegar að þeir voru að tala um að halda áfram að framleiða leiki fyrir PS3 og klippan sem sýnd var einmitt úr PS3.
Yellow wrote:
Hann kemur út á PS4 og Xbox One

Þú þarft þá að bíða aaaansi lengi eftir því.
GTA V kemur fyrst út á PS3 og Xbox 360.
Seinna meir mun hann koma út á PC, Xbox one og PS4
Ástæður:
GTA er það stórt og eftirsótt vara í leikjaheiminum að þeir vilja auðvitað koma út sem flestum eintökum. Besta leiðin til þess er að selja þá vöru á þann markað sem hefur stærsta hluta, sem í þessu tilviki er Xbox 360 og PS3.
Xbox 360 og PS3 eru með mjög sérstakan vélbúnað sem að gerir það að verkum að gríðarlega erfitt er að "færa sig yfir" á nýju kynslóðina nema með stórháum fjárhæðum.
Rockstar gefa seinna meir út PC útgáfu, sem að keyrir á x86 arkítektúr, sem PS4 og Xbox One gera einnig. Þannig að mögulega eftir X langan tíma getur Rockstar selt PS4 eða Xbox One útgáfu. Líklegast sem "Improved edition" eða eitthvað álíka, mögulega með aukaefni og mun betri grafík en PS3/360 útgáfan. Það þýðir einfaldlega að þeir geta því selt enn fleiri eintök með frekar litlum fjárútlátum.
Ég veit ekki einusinni hvers vegna ég er að skrifa þetta...ég er PC maður
