isjakar wrote:
Þetta er VM 3,0 V6 dísillinn úr nýjum Ram 1500 EcoDiesel með 8 gíra ZF skiptingu og BW millikassa, sett í nýsmíðaða ferðaþjónustu- og björgunarjeppa. Halda öllu standard, afgaskerfi líka, en ná út beltastrekkjurum, ABS ofl villumeldingum. Held að það sé Magneti Marelli stýring á þessu, ekki viss samt.
Nýr svona Ram diesel fæst á $30.000+, það má henda restinni af bílnum og græða samt miðað við að kaupa lausan Iveco mótor t.d.
Ef hægt er að hreinsa allar villur eftir ísetningu í annan bíl.
Ok það þarf svolítið að upplýsingum með þessu.
Tók létt google á þetta , en svona án ábyrgðar þá sýnist mér á plöggum að það sé Bosch EDC 17 tölva í þessu. Hún er frekar erfið viðureignar en það eru MJÖG fáir í þeiminum sem forrita enn þessa tölvu via bus. Það er búið að vera ansi lengi sem það hefur þurft að taka tölvuna í sundur og skrifa beint inn á kubbinn. Síðast þegar ég vissi var ekki hægt að komast framhjá þjófavörninni með að forrita tölvuna nema að setja upp einhverja emulatora.
Það er ný lenska að ræsivarnakóðinn rúllar núna á 3 staði , vél , skiptingu , og einhversskonar immobilizer box.
Þetta er áhugavert sem þú ert að pæla, gangi þér vel með þetta.