Angelic0- wrote:
ég myndi alltaf fara í stærri exhaust side...
þú ert með þessa stimpla og allt þetta dót, myndi alltaf reyna að ná að fara 80% leiðina...
mótorinn er alveg easy buildaður fyrir 900hp... finnst hálf-sorglegt að taka ekki allavega 650-700hp út úr þessu...
Mótorinn er líklega góður í 900 hesta +, en það er líka bara fínt. Kúplingin er góð í 800whp, og það er bara fínt líka. Öxlarnir og drifið eru það ekki, gírkassinn er það heldur ekki. Svona mætti lengi telja.
Fyrir utan það að ég og þú séum líklega dálítið ólíkir í hugsun þá er það sem skiptir mestu máli fyirir mig að:
1. Ég er mjög sáttur með þetta afl, Meira afl mun bara kalla fram önnur vandræði, og svo má alveg búast við því að aflið verði meira með Túrbínum sem eru ekki í rusli. Það má alveg reikna með töluverðri breytingu með túrbinuhjólin ekki eins og eftir að hafa verið nöguð af Tanna (fyrir þá sem muna eftir þeim karakter úr James Bond

)
2. þetta er ekkert bara að kaupa stærri afgashús. Það þarf að komast fyrir, og þá þarf líklega að smíða ný manifold og ný downpipes. Satt best að segja væri þá málið að fara í twinscroll single setup. En það er meira en að segja það.
3. Hérna er ekki bara "vilta vestrið" í breytingum, tjúningum, mótorswappi, VIN swappi eða öðru slíku skítamixi. Allt sem ég geri þarf að vera TÜV samþykkt. Ég er með núverandi setup TÜV approved og er því löglegur, kostaði helvíti mikið á sínum tíma.
Ef ég myndi breyta, t.d. Stækka túrbínurnar eða fara í single, gæti ég átt það á hættu að fá ekki skoðun.
Maður fær t.d. Ekki skoðun ef felgur eru 0.5 tómum breiðari en TÜV bílsins segir til um, eða ef maður er með 3mm spacers sem eru ekki með TÜV. Allt sem er út fyrir samþykkta specca bílsins er ólöglegt. Það er þess vegna sem menn eru svona mikið að flagga "TUV approved" eða "ABE" á ebay.de
4. Ég er ekki í keppni við neinn, 500 hestar við 6000rpm og 700nm við 3500 rpm (líklega eitthvað tog en það) er bara borderline það sem að þetta boddy ræður við þannig að þetta sé ekki síspólandi og ókeyrandi.
Edit:
Búinn að kaupa CHRA's (hylkin) með nýjum hjólum. Allt ballancerað og fínt.
Manifoldin eru komin til suðumeistarans
Allir partar og smádrasl pantað hjá BMW (olíusía, gírkassapúðar, pústpakkningar sem og manifold pakkningar, boltar og skrúfur og slíkt smádrasl
M5-M12 Helicoil kit pantað. Ætla að helicoila nokkar af minni festinunum þar sem mótor og kassi koma saman. Fannst það ekki herðast nógu vel
Auk þess ætla ég að helicoila botninn á bílnum þar sem að gírkassabitinn er festur + X-Brace.
Slatti af Mobil1 5W50 og kælivökva ásamt eimuðu vatni.
Svo er spurning hvort að maður dettur í smá detailing rugl.. sjæna upp pönnuna og kassann, sletta smá málningu á blokkina.
Sé til hvort ég hef tíma í slíkt.