Snilldarpóstur hjá Sæma

- stórgóðar samlíkingar, ég er sammála því að 95 vs.98 oktana bensín skili litlu sem engu!
En en en...fyrst að Fart er kominn á bíl sem er einna helst líklegur til að vera búinn tækni til að nýta sér hærri oktantölu (a.m.k. m.v. aðra stock-búna bíla), þá væri gaman ef hann myndi skella sér í rannsóknir í þágu almúgans

Taka 5-6 tanka af hvoru, mæla eyðslu og jafnvel vel skilgreind performance test (ekki bara "rassa"mælinn, þ.e.a.s. eigin skynjun á afli).
Ég hef prófað að skipta á milli 95 okt (ÓB, skv. auglýsingum með hreinsiefnum) og V-Power - tók VPower í 5-6 tanka. Því miður var þetta óvísindalegt: Ég gat ekki merkt aflaukningu, en eyðslan jókst - sennilegast af því að ég var alltaf að "leita" að viðbótar aflinu
saemi wrote:
Í svona bílum er sér búnaður með s.k. "knock sensor" skynjara sem skynja detonation. Í dag er þessi útbúnaður á mjög fáum bílum (aðallega bílum búnum forþjöppum) og þetta er það sem gerir að verkum að hægt er að fara alveg út að mörkum þess að nýta oktantölu eldsneytisins. Kveikjubúnaður bílsins sér þá um að seinka kveikjunni og eða minnka boostið þegar vart verður við detonation. Þarna erum við að tala um forsendur fyrir því að kaupa V-power eða þaðan af hærri oktantölu!
Ég hélt að langflestir nýjir bílar í dag væru komnir með "knock sensor"-a. A.m.k er ég handviss að nýjir BMW-ar séu með þá!
Stjórntölvurnar í nýrri vélum eru að skoða eðlislæga eiginleika eldsneytisins, og haga vinnslu eftir þeim (og öllum öðrum þáttum sem spila inn í ...). Leyfi mér að vitna í BMW World, hversu traust sem það er:
http://www.bmwworld.com/technology/dme.htmQuote:
Current DME systems, like those used in the new M3, are distributor-less electronic ignition systems. With solid-state distributors, each cylinder and spark plug has its own coil and is controlled by the DME, providing better combustion and fuel efficiency. DME also provides cylinder-specific knock control. As soon as the engine starts to knock, sensors inform the DME accordingly, which then changes the ignition angle and timing. As a side effect, DME control allows the engine to run on different grades of fuel without suffering any impairment.
Eina ályktunin sem hægt er að draga af þessu er að DME kerfið noti upplýsingar um eldsneyti til að koma í veg f.bank, ekki til að auka aflið. Sjá: 500ml vs 700ml líkingin hjá Sæma.
Hinsvegar má finna eftirfarandi á sömu síðu, eflaust fengið beint úr sölubæklingi BMW:
Quote:
DME operates by continually monitoring such factors as engine temperature, speed, intake airflow, exhaust gas composition, and even the altitude. DME then literally fine-tunes the engine hundreds of times a second to provide maximum performance and efficiency. DME has a fail-safe program in the event of certain electrical faults. Current DME versions also have on-board diagnostics (OBD).
Eflaust er hægt að nýta upplýsingar um eldsneyti í DME til að kreista út aukið afl - en stóra spurningin er hvort að það gerist í
óbreyttum/ótjúnuðum bíl.
Þó svo að ég sé sannfærður um að 95 vs 98 skili litlum sem engum mun í eyðslu/afli (a.m.k. aldrei m.v. hlutfallslega kostnaðaraukningu), þá hvet ég Fart til að taka eins nákvæma greiningu á þessu og hann getur
