Jæja, það eru tímamót í lífi þessara bíls en núna er hann ekki lengur sjálfskiptur heldur beinskiptur

ég er alveg svakalega gamaldags og gleymin aðalega það seinna þannig að það voru ekki teknar margar myndir..... 3 myndir lol

Ég lenti í mörgum skemmtilegum atvikum og óskemmtilegum atvikum, en þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn almennilega í bmw svona ofaní húddinu og verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart, og ég er vanur Subaru, Hondum og svoleiðis dóti og ef ég myndi segja að það sé auðveldara að vinna í BMW þá væri ég lygari, en það er ekki point-ið með þessum bílum er það... ánægan er alltaf vinnunar virði!!
Mér finnst óþarflega mikið vesen að taka startarann úr og bmw hefði mátt hafa boltann aftaná m50 startaranum sýnilegri...
long story short, ég braut annað eyrað af startaranum þannig að það er ekki hægt að festa hann á aftur. þá fór ég að velta þessu eitthvað fyrir mér og fann þennan bolta aftaná startaranum, en það er bara hluti af fjörinu

Swappið gekk eins og í sögu, var furðulega létt að mínu mati. Ég þurfti bara að redda mér kúplingu, swinghjóli, skiptistöngum og auðvitað fullt af smádóti eins og pilot legu og þannig lítið stöff. Svo þurfti ég að kaupa annan startara.
M50 swinghjól varð fyrir valinu og fékk ég kúplingu, startara og flywheel frá KKA félaga mínum og kemur það allt úr E30 hjá Tinna.
Þetta helsta er eftirfarandi:
Getrag 250 úr compact
Skiptistangir úr compact styttar um 15mm
Fremri hluta af compact drifskapti og aftari hluti er upprunalega úr þessum bíl.
M50 swinghjól, startara og kúplingu.
Pedalasett úr compact ásamt þræl og öllu tilheyrandi.
Mig langar svo einnig að þakka þeim sem hjálpuðu mér með þetta swap, bæði þá sem hjálpuðu mér að halda á hlutum þegar þeir voru stórir og þungir niður í lán á spes verkfærum yfir í hjálp í gegnum spjall á netinu! ÞÚSUND ÞAKKIR!
en ég læt þessar 2 myndir tala sýnu máli!

Á þessari mynd er ég að taka startarann úr en það krefst þess að taka soggreinina af, það er EKKI SJÉNS öðruvísi. Þið sem eruð hetjur og náðuð að gera það án þess að taka greinina af þá thumbs up á ykkur en ég mæli ekki með því


Svo á þessari mynd er gírstönginn nýkominn í og ég get alveg sagt frá því að þarna var gerð smá pása til þess að taka akkúrat þessa mynd og sest inn og farið í bílaleik og ímyndað sér græn lauf og nýtt malbik.
Á UNDAN ÞESSU ÖLLU
Skipti ég um allt í bremsum að aftan

-Diska
-Klossa
-Handbremsugorma og borða
-Rykhlífar
allt í góðu með það, ég byrjaði að gera það sem þurfti að gera.... Eins og ég segi, ekki með mikla reynslu á BMW þar sem ég átti hondu sem var með handbremsu inní bremsudælunni. En ég í sakleysi mínu tók höbbinn af til þess að skipta um rykhlífarnar sem voru btw ÓNÝTAR. Sé þá að legan er eitthvað skrítin, kemst þá að því að ef maður tekur höbbinn af þá er það óhjákvæmilegt að eyðileggja leguna. Ég komst að því þegar ég var búinn að eyðileggja þær báðar.
þá sat ég uppi með þetta svona:

Ég þurfti þá að byrja á því að taka öxlana úr, sem ég var mjög hræddur við vegna þess að allir boltarnir voru ósnertir síðan 1994, þeir voru ónýtir og eyðilögðust um leið og ég reyndi að skrúfa þá úr. þannig að ég skar þá alla í burtu með rokk sem krafðist þess að fjarlægja púst sem var fest saman árið 1994 og endaði ég á því að skera það burt, reyndi ekki einusinni að losa boltana því ég sá að þeir myndu aldrei losna, nema með gas og súr en það var ekki til staðar.
Svo losaði ég balansstöngina úr of þannig gat ég komið öxlunum úr.... og skipt um leguna... afhverju?? því ég vildi ekki skera rykhlífina í tvennt og sjóða hana saman aftur... hefði sparað mér fullt af peningum að skera hana en ég ákvað að gera það ekki.
svo var nýja legan sett í og höbbinn á og allt saman aftur...


höbbinn kominn á aftur

Diskurinn kominn á

gamli diskurinn var ónýtur vægast sagt.

Gamla rykhlífin nokkuð löskuð
En eftir þetta allsaman er ég mjög ánægður að hafa eyðilegt hjólaleguna og tekið öxlana úr og allt það því núna er hægt að ná öxlunum úr eðlilega því það eru nýjir boltar og rær í öllu! allt liðugt og þægilegt.
Ég stefni núna á að sækja númerin í apríl og fara beinustu leið á pústverkstæði að smíða eitthvað skemmtilegt undir hann og fara í framrúðuskipti.

[img]
Svona situr bíllinn bíðandi eftir sumrinu
