Ég nenni ekki að fara að reyna að röfla eitthvað endalaust meira um þetta, en þetta er smá tilraun til að skýra þetta:
Þetta er bara eins og að hella hálfum lítra af bjór í hálfs lítra glas. Glas sem tekur hálfan lítra er alveg nógu stórt, en ef þú ert með 700ml glas, þá ertu öruggari með að það hellist ekki upp úr þegar þú ferð á röltið með það. En þú færð ekkert meiri bjór fyrir vikið
Bílar sem eru gerðir til að nota 95 oktana vita ekkert af því ef það er sett 99 okt bensín á þá allt í einu! OG hafa ekkert við það að gera.
Bíll sem er með V-max á 250 fer ekkert hraðar þó að það sé bætt við 100 hestöflum... skiljiði hvað ég er að fara??? Það er ekkert hægt að taka meira út úr vélinni með að setja hærri oktantölu á vélina, það verður að breyta vélinni til að nýta þetta, með að hækka þjöppunina.
Það eina sem hærri oktantala gerir er að minnka hættuna á "detonation". Það hefur ekkert með að gera að fara betur með bílinn osfrvs.
"detonation" (hvellsprenging á íslensku) er eitthvað sem eyðileggur vélina á örskömmum tíma, við erum að tala um sekúndur, ekki daga eða vikur.
Það sem hægt er að græða með hærri oktantölu er að þá er hægt að tjúna bílinn meira til. Forþjöppu búnir bílar eru þeir sem eitthvað er hægt að græða á þessu án mikillar fyrirhafnar. Þar er hægt að auka "boostið og þá erum við að tala um meiri þjöppun í sprengirýminu og þá er gott (nauðsynlegt ef þú ert kominn með mikið boost) að hafa hærri oktantölu til að varna detonation.
Í svona bílum er sér búnaður með s.k. "knock sensor" skynjara sem skynja detonation. Í dag er þessi útbúnaður á mjög fáum bílum (aðallega bílum búnum forþjöppum) og þetta er það sem gerir að verkum að hægt er að fara alveg út að mörkum þess að nýta oktantölu eldsneytisins. Kveikjubúnaður bílsins sér þá um að seinka kveikjunni og eða minnka boostið þegar vart verður við detonation. Þarna erum við að tala um forsendur fyrir því að kaupa V-power eða þaðan af hærri oktantölu!
Í bíl sem er ekki með forþjöppu verður aldrei meiri þjöppun í sprengirýminu hvað sem þú tjúnar bílinn til (ég ætla ekki að vera að hártogast eitthvað með "cold air filter dæmi og einhverjar svoleiðis hnetur) og því nýtist eldsneyti með hærri oktantölu þér svo til ekkert. Ekki nema að þú takir þig til og skiptir um stimpla, planir af heddinu eða eitthvað álíka. Þá gætum við farið að tala saman
Einu tilfellin sem hærri oktantala nýtist þér í bíl án forþjöppubúnaðar er við einhverjar afbrigðilegar aðstæður, mjög mikinn hita sem eykur þrýstinginn í brunarýminu og eitthvað annað sem mér dettur ekki einu sinni í hug í augnablikinu.
Og enn og aftur, ég er ekki Einstein, kjarneðlisfræðingur eða með gráðu í oktanfræðum.
