Festi kaup á þessum um daginn. Þetta er sem sagt 530i fluttur inn frá Þýskalandi notaður, þá ekinn 145 þús. km. Það var verkfræðingur hjá Airbus sem átti hann úti og keyrði hann bílinn alltaf 2 tíma á dag í vinnu, mikil langkeyrsla, það var t.d. skipt um upphaflegu bremsudiskana í 200 þús. km. Hér heima átti svo svo sami maðurinn hann í 8 ár þangað til ég kaupi hann. Bíllinn er með þjónustubók og smurbók frá upphafi og alltaf fengið topp viðhald þannig þótt hann sé ekinn tæpa 250 þús. km í dag þá er það ekkert svakalegt.
Ég myndi telja þetta frekar loaded bíl og get ég nefnt það helsta:
Active steering
Dynamic drive
Sport fjöðrun
Gráir comfort leður stólar með rafmagn í öllu og minni
Fjarlægðarskynjarar
Xenon
Niðurfellanleg aftursæti
6 diska cd magasín
Bluetooth
Hiti í sætum
Glertopplúga
Style 124 18" felgur
Svo er búið að setja á hann ACS framsvuntu og M-tech skottlip
Væri fínt að fá fæðingarvottorðið til að sjá rest.
Plön
Skipta um spyrnufóðringar að aftan (brakfóðringar) [x]
Kaupa ný merki [x]
Cree LED í angel eyes [x]
LED númaraljós [x]
Filmur, spurning að taka 50% eða 35% styrk allan hringinn
Veit ekki með shadowline... myndi þá allavega halda nýrunum chrome
Var síðan eitthvað að pæla í einkanúmeri því fastanúmerið er frekar skondið
Þarf að taka fleiri myndir af honum, hérna eru tvær næstum því eins myndir.
