Náði í þennan á Reyðarfjörð í byrjun mánaðarins.
Þetta er 535i m30b35 beinskiptur 5 gíra með læst drif.
Ég bætti við kubb frá TMS sem hækkar rev í 6800 og á að bæta við einhverjum hryssum.
Ég á eftir að taka almennilegar myndir af honum en ég læt þessar símamyndir duga í bili.
Hér er sölumyndin

Yfirgefa Reyðarfjörð á útvarpslausum e34 með brotið púst upp við grein og ekkert teppi.

Kominn í bæinn

Mælaborðið í bílnum var vægast sagt ógeðslegt þannig að það var það fyrsta sem fékk að fjúka ásamt stýrinu
Ég keypti stýri hjá skúla srr ásamt einhverju innréttingardóti en ég fékk ýmislegt með bílnum

Þegar ég fæ bílinn var hann með grænt húdd, brotnum stuðara og beygluðu bretti.
Ég lét mála framendann ásamt húddi, bretti og hurðum.
Lét á hann breiðu nýrun.
útkoman er hér

nýrun komin í

Ég fór á bílnum norður á bíladaga og það var mjög ljúft að keyra hann.
ég kem með betri myndir þegar verðrið skánar og ef ég ræðst í einhverjar frekari framkvæmdir.

kv.