gstuning wrote:
Ef við förum í EU verður því breytt aftur. Skil ekki hvaða rök þeir hafa fyrir því að ekki megi skrá RHD bíla á Íslandi.
Edit: líklega er þetta svona í öllum LHD löndum, án þess að ég geti fullyrt það. Umferðin og ýmis umferðamannvirki ásamt akstursvenju gera einfaldlega ráð fyrir því að LHD bílar séu í LHD lödum og öfugt. Það er nánast óhugsandi að Ísland geti tekið upp eitthvað svona eitt og óstutt enda allir bílar með CEC vottorð sem þýðir að varan á að vera jafngild allstaðar í Evrópu. Þarna hljóta samt einhver almenn öryggisatriði að ráða, sambærilegt því að menn þurfa að breyta USA vottuðum bílum þegar þeir eru skráðir í EU, ljósabúnaði t.d.
Smá Gúgggl:
http://www.samgongustofa.is/media/umfer ... 4-2012.pdfQuote:
(6) Þvermál stýrishjóls skal vera á milli 300 mm og 600 mm.
(7) Á bifreið má því aðeins vera annað stýrishjól en upprunalegt ásamt stýrisnöf að fyrir liggi samþykki
framleiðanda eða staðfesting óháðs rannsóknaraðila um að stýrishjólið standist þær kröfur sem gerðar
eru í EBE tilskipun nr. 74/297 með síðari breytingum eða öðrum sambærilegum reglum eða stöðlum.
(8) Stýrishjól skal vera vinstra megin. Umferðarstofa getur í sérstökum tilvikum veitt undanþágu frá
þessu ákvæði.
(9) Stýrisbúnaður og virkni hans telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/311
með síðari breytingum eru uppfyllt.
Skv. þessu þá hefur þetta allavega verið bannað siðan í Apríl 2012, mögulega lengur. Og þá þarf sérstakt samþykki umferðastofu fyrir undanþágu. Ætli þarna gildi ekki að viðkomandi bifreiðar fáist ekki með stýrinu vinstra megin (t.d. fornbíll eða slíkt).
Mér dettur helst í hug að þeir aðilar sem skráningaskoðuðu þessa RHD bíla sem fluttir hafa verið inn undanfarið hafi einfaldlega mjög takmarkaða þekkingu á þeim lögum/reglum/reglugerðum og tilskipunum sem gilda um skráningaskild ökutæki, og visa þar í VIN umræðuna margfrægu
Líklega hefur umferðastofa sent frá sér einhverskonar "heads-up" á skráningastöðvar sökum þess að RHD bílar hafa verið skráðir án undanþágu.