Jæja, kom að því að ég gerði þráð um þennan bíl.
Þetta byrjaði allt þannig að eitt gott kvöld vorum við Danni og Palli á N1 í Hfj að fá okkur í svanginn, að við byrjuðum að spjalla um hvað það væri awesome að fara út og sækja hitt og þetta og koma með heim. Svo áður en ég veit af er búið að panta miðana, finna píl og við á leiðini út!
Byrjum ferðina bara á flugvellinum, flogið út um kl 3 að degi til, til Berlínar.

Svo þegar við vorum lenntir um 3 tímum síðar var farið og náð í bílaleigubílinn sem var búið að panta. Við héldum að við fengum einhver A class Benz en urðum að sætta okkur við Seat.

Síðan var keyrt í einhverja 600km að sækja touringinn.




Eftir einhvern akstur vorum við að spá í að fá okkur að borða, og jú það var farið í GPS-ið og stillt á næsta Burger King stað, sem var staðsettur aðeins af hraðbrautinni í litlum bæ.
Svo vorum við komnir þángað kl 22:50 ca, og staðurinn lokaði kl 23:00 sem við áttuðum okkur ekki á fyrr en seinna. Þar tók á móti okkur tvær konur sem kunnu ekki stakt orð í ensku, en þrátt fyrir það náðum við að panta okkur það sem við vildum, réttum henni kredit kort og hún steinlág allveg, eins og hún hafði aldrei séð kredda áður. En hvað um það..

Síðan þegar búið var að fylla "tankinn" var haldið aftur út á hraðbrautina. Einhverstaðar þarna sofnaði ég í smástund

Svo eftir langa keyrslu vorum við komnir á áfangastað. En það var ekki stoppað svo lengi, við vorum í smá tímaflækju að komast til Schmiedmann í Nordborg áður en þeir lokuðu daginn eftir þannig... tank up og aftur á hraðbrautina..



Við komum við í Dortmund og skiluðum bílaleigubílnum, klukkan var þá að verða 7 gíska ég á og urðum við að vera komnir til Schmiedmann í Nordborg fyrir kl 17:00.


Svolítið þreyttir allir 3 eins og sjá má.


Fundum Íslenska fánann og hikuðum ekki við að stoppa og taka mynd


Svo loksins i kringum 15:00 vorum við komnir í Nordborg til Schmiedmann, tókum smá hring um gaveyardinn og þar var tekið smá af dóti, M-Tech afturstuðari og projector framjlós svo eitthvað sé nefnt, en aðalástæða afhverju við vorum þarna er að versla M52B28 mótor, og hann settum við bara í skottið









Svo eftir þetta var farið að fá sér að borða, fundum glataðann Pizza stað niðrí miðbæ, svo beint á hótelið að sofa og við allir steinrotuðumst.
Svo daginn eftir ætluðum við að hendast til köben en sáum flottan gokartbækling í lobbýinu og ákváðum að skella okkur í Gokart. Á því miður engan myndir af því.
Eftir geðveikt race var haldið til köben,


Eftir langa ferð vorum við komnir til Copenhagen City, sem er hreint út sagt mögnuð borg. Fórum beint og checkuðum okkur inná hótelherbergið sem var bara mjög ástættanlegt, nema það að það var svolítið langt í burtu frá inngangnum.
Já það er úti á enda...


Skruppum líka aðeins í tívolíið og fundum þar auðvitað klessubílana, klikkað stuð!

Skruppum í svona túrista bátsferð


Og sáum þessa rosalega ófögru bifreið..

Rölltum uppað konungshöllini þar sem Palli heilsaði uppá vin sinn.

Afþví að klukkan er orðum 03:51 þegar ég skrifað þetta og orðinn geðveikt þreyttur, þá ætla ég að gera langa sögu stutta. Við vorum í ca 4 daga í köben áður en við þurftum að henda bílnum til Hirtshals í Norrænu, það var líka geðveikt langt að keyra en náðum þessu á ágætum tíma svosem, græjuðum það og tókum síðan lest til baka sem tók um 5 tíma og nei ég mun ekki gera það aftur. Svo var komið aftur á hótelið eftir lestarferðina, sofið og svo lagt í hannn heim til Íslands.
_________________
BMW E36 323i 1996 [LX-562]
-------Seldir------
BMW E36 325i 1991 [ZL-501] Kókó
BMW E36 320i 1996 [LX-562] Seldur eeeeen keyptur aftur

BMW E36 320i 1997 [VF-589] Fór í köku því miður
BMW E36 316i 1992 [ZY-749] Haugur sem ég sé ekkert eftir..