Jæja, þessi fékk smá ást í sumar, er buinn að vera frekar latur að halda þessum þræði við..
Set hér inn nokkrar myndir frá því í sumar.
Keypti undir hann Rondell 58 staggered, 8.5 að framan og 10" að aftan. Og setti á þær allt of lítil dekk.

Ég er venjulega EKKI mikið fyrir svartar felgur en þetta er GEÐVEIKT TÖFF combo, svartfjólubláar miðjur og pólerað lipp.

Fannst lippið á þeim samt ekki nógu shiny, þannig tók þau aðeins betur, ætla þó að pússa þetta meira með sandpappír í vetur, reyna að ná mirror finish.

Smávegis munur að sjá hann á Rondell vs hvítu ac schnitzer replicunum.



Setti líka í hann ný númeraplötuljós, keypti líka stykkið sjálft, gömlu voru orðin ansi sjúskuð



Setti líka Angel Eyes hringi í framljósin..


Breytti líka aðeins í honum pústinu, tók hvarfakútinn úr, setti rör í staðin. Svo endaði pústið í ryðfríum opnum endakút.


Sjænaði drifið aðeins ásamt lokinnu.

Setti líka nýjar smellur í hurðarspjöldin.

Mikið sem ég ætla mér að gera í honum í vetur, skera botninn undan sílsonum, skipta um tjakkpunkta bæði neðan á og þeir sem eru inní sílsanum, sandblása allt, og svo ryðverja.
Koma þessum blessaða mótor í lag, samt miklar pælingar í gangi varðandi annan mótor, 302 Ford er ofarlega í huga.
Segi þetta gott í bili, nokkrar myndir að lokum.




