Þá er það ákveðið. Mótorinn fer úr næstkomandi Laugardag.
Fæ Lúxembúrgíska bræður til að hjálpa mér. Þeir eru að dunda við að keppa á E36 og eru því nokkuð vanir að skrúfa svona.
Planið er að taka mótor+gírkassa+subframe undan í heilu lagi.
Þá þarf ég að taka andlitið af bilnum.
Ástæða þess er að ég ætla að nota tækifærið og koma olíudælunni á affallilð á turbinunum fyrir á gírkassanum með HPF festingunni.
Með þvi að hafa subframe og allt gramsið saman er auðveldara að sjá hvar er best að leiða slöngurnar.
Mögulega sleppi ég þessu og hanna bara AN tengi á draslið eftir að það er komið í bílinn aftur.
Aðal ástæan fyrir þessu er að pústgreinarnar eru farnar að leka með suðunum, eða suðurnar eru búnar að tærast í burtu þar sem ég þurfti að sverfa úr þeim.
Það þýðir að maður finnur fyrir smá pústlykt í bílnum við akstur sem er leiðinlegt, sérstaklega í lengri ferðum og þegar ég er með krakkana í bílnum.
það sést sót á flestum boltunum og þvi líklegt að það séu mörg göt. Þetta hefur einhver smávægileg áhrif á power,, en alveg marginal held ég.
Sést hér:
Á sama tima ætla ég að endurbyggja turbinurnar með nýjum þéttingum sem ég keypti fyrir nokkru siðan. Sýnist það vera frekar einfalt (allavega miðað við Youtube..
)
Svo er planið að henda mótornum í aftur 30. Ágúst ef bræðrnir komast og suðuvinnan verður buin.
Ætli ég noti ekki tækifærið og skipti um síu í miðstöðinni.