Smá dund siðustu daga.
Hafði ekki spáð mikið í því, og kanski ekki fundið fyrir þvi heldur en Vanosið hefur ekki virkað siðan sumarið 2012

Eftir að ég skipti um heddpakkningu. Líklega eitthvað rangt í samsetningunni. Það var basically fast á c.a. 180 gráðum þannig að lausagangurinn var flottur. Low end powerið hja mer er alveg slatti þannig að þetta var ekki auðfundið. Ég hafði reyndar tekið eftir þvi hvað billnn var rikur á ákveðnum snúningum, sem gæti skýrst af þvi að ásinn var ekki að hleypa inn auka lofti.
Ég keypti auka vanos, skipti um helstu O-hringina og smellit þvi í. Spáði reyndar í að kaupa ný Solenoids,, en hætti við þar sem þau eru € 500 stk. (s.s. € 1000)
Eftir miklar æfingar og leiðbeiningar frá netvinum for þetta loksins saman. Áður hafði ég fullvissað mig um að vanosið væri í lagi með þvi að setja loft á það og svo BMW special tool til að virkja segulventlana (solenoids). Ég var reyndar efins að þetta væri komið því að mér fannst eins og ég ætti að geta hreyft ásinn með loftinu eftir þetta var komið saman, en líklega eru 8Bör ekki nóg þar sem að olíudælan í vanosinu er 100Bar.
Long story short, þetta for saman og vanosið for að hreyfast eftir smá tima. Það er enn dálítið seint en mér finnst það vera að lagast með akstri. Mögulega eru liðamótin á milli ássins og tannhjólsins orðin stirð eftir næstum 2ja ára hreyfingaleysi. bíllinn er í lausagangi við 180-181° gráðu og vanosið snýst alla leið í 225° sem er eftir bókinni, en það tekur tíma og líka að koma niður aftur. Ég ætla allavega ekki að stressa mig mikið á því, keyri þetta aðeins til fyrst.
Eitt vandamál sem kom upp verður leyst núna i vikunni. Þeir sem þekkja til S50B3x vita að vélarlokið er fest með skrúfum sem hafa stoppara. Það er einstaklega auðvelt að forskrufa þá þar sem að milliheddið er úr áli. Ég hafði því skipt út öllum skrúfunum hjá mér með 50mm M6 svörtum hex boltum til að ná meiri herslu (sést hér).




Eftir að hafa tekið í sundur og sett saman nokkrum sinnum í þessum vanos æfingum eru 2-3 gengjur alveg ónýtar í milliheddinu og því miður pústmegin, sem þýðir að olía sullast undan pakkningunni og beint á eldgreinarnar.
Mér datt þá í hug að setja hreinlega 50mm M6 Studda ofaní heddið og líma þá pikkfasta, grunar að það sé lang besta lausnin, og eitthvað sem BMW hefði átt að gera við framleiðslu. Einhverjar gengjurnar þarf ég að bora út og setja svona helicoil gorm ofaní (nýjar gengjur).
Þetta verður dundið næstu dagana. Kem með myndir þegar það er klárt.