Var að bakka út úr stæði þegar draslið fór að koka og drap alltaf á sér, gekk illa og hélst ekki í gangi nema á snúningi. Hafði áður alltaf verið seinn að detta niður á snúning og hékk lengi í 1000sn.
Er þetta ekki bara vacuumslanga eða hægagangspungurinn? Hef ekkert skoðað þetta eins og er.
Og annað...eru rafmagnsvifturnar á þessum bílum oft með vesen? Hann byrjar að hita sig ef hann stendur lengi í gangi. Er búinn að skoða kælivatnsmagn, skipta um vatnslás og lofttæma vel en hef aldrei séð þessar viftur í gangi og finn ekki öryggið fyrir hana sem á að vera einhversstaðar undir stýrinu....
_________________ E39M5 A35AMG
|