
Sælir
Ætla að gera smá þráð um dailyinn minn.
Þetta er semsagt 1993 e32 730i
sjálfskiptur með m60b30
ekkert svakalega loaded bíll, t.d ekki með topplúgu, ekki hita í sætum og ekki með obc
en það sem þarf er til staðar eins:
Hvít comfortsæti með rafmagni, líka í hauspúðum
Rafmagn í öllum rúðum
cruise controll
svo eru komnir í hann alpine hátalarar hringinn og alpine keila og magnari í skottinu sem ég gæti ekki lifað án
Mér skilst að bíllinn hafi verið í eigu íslendings útí sviss frá því að hann var nýr þangað til 1999 þegar hann var fluttur heim, svo á að hafa verið skipt um mótor í honum í kringum 150þús og fenginn í hann ókeyrður mótor frá borgarholltsskóla. veit svosem ekkert með það en hann er allavega mjög þéttur og góður
Ég keypti þennan bíl af Skúla srr í febrúar 2013, þá keyrðann slétt 200þús, hann hefur síðan þá gegnt hlutverki daily drivers og hefur staðið sig þokkalega í því verkefni og stendur nú í 225þús. Ég hafði upphaflega verið að leita mér að e34 og fann einn sem mér leyst vel á og keypti hann. Fór svo nokkrum dögum seinna til keflavíkur að sækja varahluti í hann til skúla og sá þá þennan, hann uppfyllti allar óskir um það sem ég vildi í gömlum bmw: m60 mótor, hvítt leður, orientblau og allveg heilir sílsar. þannig að ég samdi við skúla um að kaupa hann felgulausann, fór aftur heim á Hvolsvöll, stal felgunum undan e34 og keyrði aftur til keflavíkur daginn eftir til að sækja hann.
Því næst fann ég draumafelgurnar til sölu hérna á kraftinum 17" style 32, smellti þeim undir, fékk óbrotna kasstara og nýlegann vatnskassa hjá skúla, keypti nýja löm á bensínlokið, tók upp startarann, skipti um háspennukefli, bensínsíu og lét smíða nýtt púst undir hann.
Keyrði hann svoleiðis seinasta sumar og allan veturinn. Núna um daginn var ég farinn að finna fyrir því að afturdempararnir eru orðnir slappir og fendergapið að framan var farið að fara í taugarnar á mér, þannig að ég keypti notaða bilstein afturdempara og ac schnitzer lækkunargorma, (reyndar úr e34 en whatever). er búinn að setja gormana í að framan og hann er svo gott sem í góðri hæð núna, er hræddur um að hann verði of lágr að aftan ef ég set lækkunargormana í þar, set sennilega original gormana bara á bilstein demparana til að bryja með og fæ síðan eh klossa til að setja undir lækkunargormana til að fá hann í fullkomna hæð
Plönin eru bara að halda áfram að keyra hann, þrífa, skipta um olíur og það sem bilar....en nóg af tali...hér eru myndir:
Svona var hann þegar ég fékk hann, á ljótum felgum, með brotna kasstara, hálf brotið bensínlok og beyglaða afturhurð

Svo fékk hann felgur

Svo fórum við á honum á bíladaga...Tvisvar. tvær ferðir fram og til baka frá Hvolsvelli
Vel flugubarinn í seinna skiptið á akureyri...




Fór (næstum) allt í snjónum í vetur...











Herna er hann síðan kominn með lækkunargormana að framan

