jth wrote:
Er ég einn um að finnast þetta lítið spennandi? Gott mál að þeir séu að bjóða snyrtilegan tengimöguleika og halda virkni í stýrinu - en að þetta geti ekki lesið ID3 (eða hvað sem AAC kallar það) tögin og birt þannig nafn á lögum/listum finnst mér bjánalegt.
Fyrst að þeir eru með samvinnu milli Apple og BMW á annað borð þá eiga þeir að gera þetta almennilega, ekki bara fúska þetta til og slá því upp í fréttir!
Þessu er ég alveg hjartanlega sammála, þetta er í raun ekkert nema IceLink í hanskahólfinu.
Alvöru ID3 lestur og 100% playlistafunction hefði verið toppurinn. Skv. síðunni þá er hægt að búa til 5 playlista BMW1-BMW5 á iPodinn og þá er hægt að velja á milli þeirra og að spila allt sem er á iPodinum, væntanlega samsvarar þetta 6 CD changer.
En þrátt fyrir allt er alveg tilvalið að fá þessa function næst þegar maður verslar sér nýjan bíl. Vissulega betra en ekkert!
