Merkilegur andskoti að menn séu ennþá að væla yfir ásettum verðum
Hver sem er má kaupa bíl á 100.000kr og auglýsa hann svo á 20.000.000kr þó að gangverðið sé 50.000kr.
Einu atvikin sem mér finnst í lagi að óviðkomandi séu að opna sig er, þegar menn eru ekki að segja satt frá.
T.d. 2tonna bílar með 300-500hö bensínmótor eru auglýstir undir þeim formerkjum að þeir eyði í kringum 11ltr/100 innanbæjar
(sem er ansi algengt) eða þegar menn ljúga til um ástand.
Verð er annar handleggur, og menn eiga að geta áttað sig á því hvað þeir eru tilbúnir að borga fyrir hvern hlut.
Að menn geri mánaðarmóta-matarinnkaupin í 10/11 er bara þeirra mál, 10/11 eru ekki fávitarnir, fyrir að rukka 2x-10x það sem aðrir eru að rukka
fyrir sömu vörur. Öllum frjálst að versla í bónus t.d. ef menn vilja gera betri díl.
_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,