sosupabbi wrote:
Set bara tjöruhreinsir á allt saman, skola, ódýrasta sonax bónið, vandamál leyst. En þegar ég þríf sjöuna þá nota ég vörurnar frá Adam's, algjört eðaldót en það kostar líka, getur fengið Adam's hjá H. Jacobsen.
Sápa ? Sú ódýrasta
Bón ? Sonax Hard Wax eða Simoniz classic fyrir drusluna og adam's á eðalvagninn
Felgur ? Tjöruhreinsir og uppþvottabursti
Þrífa diska undir dekkjum ? Það þrífur enginn bremsudiska enda er það frekar tilgangslaust, en dælurnar fá bara tjöruhreinsi og uppþvottabursta.
Þurka af ? Til að þurrka er best að nota ENKA vaskaskinnið hjá olís, í allt annað er hægt að nota microfiberklúta, þeir fást á lítið í bónus en fást á mikið á bensínstöðvum
Hvernig svampar eru bestir ? Sá ódýrasti.
Sápa : Þannig hún skiptir ekki miklu máli ?
Bón : Í hvaða verslum er þetta Adams ? Veit ekki allveg hvar þetta "H. Jacobsen" er. Er líka helst að leita að eithver sem er gott samt ekki rándýrt.
Felgur : Þannig svona felgu sprey og glans dót er óþarfi eða ?
Diskar : Mest að hugsa af og til að hafa þá shiny, hef verið að nota bara uppþvotta bursta, gera það ekki oft en þegar ég nenni að gera allt upp að 110%
Þurka Af : Ætla að fá mér þessa fiber, finnst samt það sem ég hef fengið vera með svona lítla fleti. ná svo litið.
Svampar : Akkurat það sem ég hélt.
En hvernig er best að gera þetta þegar maður er að þessu út ? hef heyrt að sumt bón má ekki nota þegar það er mikil sól og annað bón má ekki nota þegar það sé smá kalt úti
