Góða kvöldið

Var nú ekki búinn að gera þráð um bílinn hjá mér svo ég ákvað að smella í einn slíkann

Ætla að reyna að vera duglegur að gera eitthvað í bílnum og að pósta hérna inn á

Set nýjar myndir inn við tækifæri.
En ég hef alltaf verið mjög áhugasamur um bíla og þá sérstaklega BMW. Þetta er semsagt fyrsti BMW-inn minn (Og vonandi ekki sá seinasti). Fékk hann í hendurnar 15. ágúst 2013 og var hann þá ekki á númerum og búinn að standa úti frá því febrúar 2013, kominn með skoðun og er í daglegri notkun í dag

Upplýsingar um bílinn:
E36 318i
Beinskiptur
Litur: Svartur (Diamond Schwarz Metallic)
Mótor: M40B18 -1,796 cc -113 hp - 162 Nm@4,250rpm
Ekinn 236.0000 km
Árgerð 1992 (Nýskráður 1993)
Rafmagn í rúðum frammí

Svona var hann þegar hann kom upp í hlað hjá mér

Ég dreif mig að taka út númerin og að fara með hann í skoðun og fékk endurskoðun út á eftirfarandi
Ryðgaða bremsudiska að framan
Handbremsu (Virkaði ekki)
Stöðuljós (Sprungin pera í Angel Eyes)
Gat í gólfi

Það sem er búið að gera við bílinn síðan ég fékk hann.
Skipta um:
Allt í bremsum
Allar hjólalegur
Spyrnu hægra meginn að framan
Bremsurör sem leiddi í vinstri dælu að framan
Bensíndælu
Vatnsdælu
Vatnslás
Vatnskassa
Framsæti og afturbekk
Fylla upp í og laga gat í gólfi
Setti líka í hann
Amber stefnuljós
Pre-facelift nýrnabita
Coilover


Er búinn að eyða miklum pening og tíma í að gera bílinn góðann en það er mikið sem á eftir að gera

Er nokkurnveginn búinn að beila á Mtech, finnst þeir fínir án þess, fæ mér mögulega mtech framstuðara seinna.
Er síðan kominn með m50b20 vanos sem fer í bílinn á næstunni
