Þurfa ekki endilega að standa útfyrir, ef að offset er rangt getur það orðið til þess að bíllinn sporar ekki rétt..
er þetta sérstaklega áberandi ef að þú ert að keyra í hjólförum t.d.

E36 er t.d. með negative 36-50mm offset, en menn nota stundum felgur með negative 10-20mm í offset, bara þessi smávægilega breyting er oft þess valdandi að það getur orðið verulega þreytandi að keyra þar sem að eru hjólför..
geri samt passlega ráð fyrir að þessi bíll sé ekki á staggered felgum (breiðari að aftan)
Mamma keypti NÝJAN (ekinn 8km eða svo) Polo rétt eftir aldamót (2002 c.a.) og hann kom ´með 18" 5bita felgum, svaka fancy... bíllinn var fínn allan veturinn (keyptur í Febrúar) en þegar að sumar-blingið var sett undir um vorið (á nýjum GoodYear Eagle F1, man að mér fannst þetta svo svöl dekk þá) þá kom annað hljóð í gömlu, því að hún upplifði bílinn sem verulega slæman, en þá var henni seldur NÝR bíll... með NÝJUM felgum sem aukahlutapakka fyrir sumarið... en þær voru með backspace fyrir passat eða eitthvað...
Bíllinn var hella-flush, svaka flottur en þetta varð til þess að ómögulegt var að keyra kaflann frá flugstöð leifs eiríkssonar og að fitjum í njarðvík án þess að bíllinn væri rásandi um allt... og þetta er nota bene á nýjum bíl..
needless to say, þá fóru felgurnar ALDREI aftur undir bílinn... og voru þar af leiðandi seldar með bílnum ónotaðar 3 árum seinna...
Gamla skilur þetta auðvitað ekki neitt, hún keypti nýjan VW Touareg vorið 2009 t.d. (rosalega mikill VW fan) og með honum fylgdu 20" sumarfelgur, og 18" vetrarfelgur... 20" felgurnar eru enn inni í geymslu og hafa ALDREI verið skrúfaðar undir (hún keypti meira að segja sumardekk á þær eitt vorið þegar að heilsársdekkin voru orðin slitin)

ég bíð bara í rólegheitunum eftir að erfa bílinn svo að ég get skrúfað þetta loksins undir

Hennar take....
Stórar felgur eru djöfullinn
