gardara wrote:
Þetta er svo ljótt
Hver vill vera að vekja athygli á númeraplotunni sinni?
Mér finnst sama gilda hér og í flestum ljósaæfingum á bílum. Original LED lýsing með réttu birtustigi á númeraplötur, sér í lagi þegar afturljósin sjálf eru LED, er mjög smekkleg og gerir bílinn meira upscale - en þegar aftermarket dóti er troðið á gamlar beyglur og birtustigið á við meðal auglýsingaskilti þá er þetta kjánalegt með meiru.
Finnst bara afar sjaldgæft að sjá aftermarket ljósadót sem gerir bíla smekklegri, stöku angel eyes undantekning á því en það er samt vandmeðfarið. Sá bíll sem mér finnst allra verstur er Audi A6 sem lítur í sjálfu sér ágætlega út - gæti verið 2005/2006 bíll - en er með alveg hrikalega ljóta LED ljósapunktarönd neðst í báðum framljósunum. Almáttugur hvað mér finnst þetta klúðurslegt á annars snyrtilegum bíl, en hver hefur sinn smekk í þessu sem og öðru.