Smávægilegar æfingar í gangi.. eftir að hafa pælt lengi í því hvað gæti veirð að valda sveiflum í olíuhita ákvað ég að athuga af hverju Alternatorinn var einungis að senda 13 volt (þegar kaldur) niður í 12.2 volt (þegar heitur) út í rafgeyminn, en mæling á jump-start tenginu í húddinu og jörð á alternator húsinu sýndu 14.3Volt, datt mér í hug að það gæti verið léleg jörð í bílnum.
Í fljótu bragði sá ég bara jörð frá inntaksvélararminum yfir í boddy. Ég skoðaði því í tætlur og talaði við menn og enda á því að panta OEM BMW ground strap.
Viti menn,, það vantaði alveg, en OEM á að vera frá exhaust kjálkabitanum yfir í mótorpúðann þar.
Smellti því í og fór að sjá 14Volt aftur í rafgeymi.
Mögulega er þetta að valda þessum furðulegu sveiflum á olíuhita, en fljótt á litið virðist olíuhitinn ekki vilja fara yfir 100°c (eða í raun undir því). Þarf að sannreyna þetta betur.
Mynd af jörðinni.
Svarta er þessi sem var inntaksmegin, brúna er nýja OEM sem ég setti frá Orginal staðnum yfir blokkina.
Svo var ég að skipta um Lambdaskynjara og þá kom í ljós að Guiboið var alveg í tætlum, en ég setti nýtt þegar 6gang fór í.
BARA erfitt að skipta um Guibo einhentur.. sérstaklega að hengja pústið upp aftur
Jóladundið verður skemmtilegt, en ég keypti mér græju til að ballancera ITB's
auk þess em ég kem til með að skipta út einhverju smádóti á vélinni.