Ég lenti í því skemmtilega atviki fyrir nokkrum vikum að finna eina stóra grjótið á leið minni til vinnu.
Það var vel dimmt og erfitt að sjá það í þeirri færð sem var þann morguninn þannig að ég náði ekki að beygja frá því.
Því miður fór það undir bílinn og náði að gera skaða.
Skaðinn sem varð var að það gerði gat á pönnuna á sjálfskiptingunni.
Ekki gott þar sem 5HP30 er ekki beint algengt dót og allt sem heitir dýrt í það.
En það var ekkert við þessu að gera og fór ég strax í það að finna varahlutaskiptingu.
Tilvalið tækifæri til að skipta um síuna í leiðinni þannig að ég varð mér úti um nýja síu og olíu.
Fyrir valinu varð skiptingin sem kom úr bílnum hans Danna, LM-335, E34 540.
Hún var auðvitað biluð þannig að bílnum var breytt í beinskiptan. Sem þýðir skipting fín í varahluti fyrir mig.
Hér er 5HP30 flykkið,,,,ekki gaman að flytja þetta apparat

Komin á hlið og byrjað að losa þessar skemmtilegu Torx 27 skrúfur sem halda pönnunni.

Pannan komin af og hér má sjá hluta af innvolsinu á 5HP30.

Varahlutapannan fyrir þrif.
Þreif hana mjög vel að innan ásamt því að setja nýja pakkningu.

Ég fékk hinar og þessar ráðleggingar varðandi olíu á skiptinguna,,,,,en ákvað að vera oem hommi í þetta skiptið
og taka original Shell LA 2634 olíuna frá BL.
Það var á reiki hvað ég þyrfti mikið af olíu við svona skipti þannig að ég tók 2x 5L brúsa til öryggis.
Það endaði í 8,5L sem fóru á skiptinguna hjá mér eftir að ég skipti um pönnu og síuna.

Og hér má svo sjá gatið sem kom á pönnuna sem var undir,,,,,


Allt þetta vesen út af þessu "litla" gati
En maður huggar sig við að skiptingin er núna tip top með nýja olíu og nýja síu.
Virkar 100% eins og hún á að gera þannig að ég er sáttur
