bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 22:42

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 804 posts ]  Go to page Previous  1 ... 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45 ... 54  Next
Author Message
PostPosted: Wed 06. Feb 2013 01:10 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Já það er heilmikið sem er búið að gera og hellingur af myndum til, ég þarf að fara að skrifa þetta allt upp :)

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 11. Oct 2013 17:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1834
Location: Rkv
Ekkert að frétta? AC Schnitzer og S50???

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 11. Oct 2013 21:28 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Jú það er alveg slatti að frétta, nóg búið að gerast, nóg til af myndum og nóg til af framtíðarplonum... er bara of latur til að gera almennilegt write-up :lol:

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 01. Nov 2013 13:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Er ekki kominn tími á að uppfæra þennan blessaða þráð? Svona þar sem maður er tilnefndur í project ársins.

Það var farið í það að sjæna þá hluti sem voru olíublautir.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Olíupannan var ekki nógu flott eftir þvott, svo að hún var send í glerblástur.

Image

ooog sprautun

Image

Einnig var ventlalokið og loftinntaks boxið sent í glerblástur og polyhúðun.

Image

Keypti húðaðar VAC race stangar/höfuðlegur, ARP stangarbolta, tímakeðju, strekkjara og heilann helling af pakkningum og pakkdósum.

Image
Image
Image

Nýja á móti gamla

Image

Legurnar komnar í

Image
Image
Image

Sveifarásinn kominn í

Image

Bjöggi duglegur á herslumælinum

Image



Næst var farið í tímakeðjuskipti, vanosið losað af


Image
Image

og knastásarnir

Image

En eftir að komast að raun um að til þess að skipta um keðjuna þarf að taka heddið af vélinni var hætt við það i bili og nýr strekkjari látinn duga


Image

Keðjubrautin virtist í fínu lagi en við nánari athugun kom í ljós að það var kominn tími á plastfóðringar sem eru við brautirnar, því var reddað með nýjum heimasmíðuðum fóðringum.

Image
Image


Eftir að hafa losað knastásana úr að ástæðulausu þurfti að koma þeim aftur í og á tíma, sem reyndist aðeins erfiðara en að segja það, vegna vanos.

Image

Fína ventlalokið komið á

Image

Nýjar pakkdósir

Image
Image

Róin fyrir olíudæluna kyrfilega fest með gengjulími, svo hún fari nú ekki á flakk.

Image
Image

Olíupannan ásamt nýrri pakkningu komin á sinn stað

Image


Skipti um o-hringinn í CPV en hann er þekktur fyrir að leka olíu.

Image

Næst var farið í að taka allt utan af blokkinni, þrífa hana og mála.

Image
Image
Image
Image
Image
Image


Fjarlægði mengunar pumpuna sem blæs lofti inn í pústið og lokaði fyrir hana með setti sem fékkst frá bmw

Image
Image
Image

Allt pantað nýtt í gírkassa og gírskipti.

Image
Image
Image
Image
Image
Image


S54 pully hjól keypt framan á sveifarásinn en það er minna en á S50, er því að undirkeyra altenator og stýrisdælu.

Image
Image

Keypti líka þetta stykki inn í hjólið til þess að það sé auðveldara að snúa vélinni, á þessari mynd sést líka hvernig gamla hjólið hefur legið.

Image

Vélin að skríða saman, það voru keyptar nýjar hosur í allt, enda sumar ansi daprar

Image
Image
Image

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 01. Nov 2013 13:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Þegar vélin var komin saman var komið að því að slaka henni ofaní.

Image
Image
Image
Image

Eftir að vélin var komin ofaní vandaðist málið, kælikerfið er nefnilega þveröfugt í bíl með stýrið hægra megin. Ég hefði eflaust getað mixað það eitthvað en ég vildi hafa þetta eins og frá verksmiðjunni.

Eftir miklar pælingar fram og til baka fann ég partanúmerin fyrir öll þau rör, hosur og bracket sem ég þurfti.
Þurfti meðal annars að skipta um þetta rör, en nýja rörinu þurfti ég að troða á milli vélar og eldveggs, hrikalega skemmtilegt.

Image
Image
Image

Því næst var farið í að festa upp bracket fyrir forðabúr fyrir vatnskassann og færa pólinn fyrir rafgeyminn, svo að forðabúrið kæmist fyrir. Fann ekki partanúmerið á bracketinu fyrir pólinn svo að ég varð að smíða það sjálfur.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


Davíð kíkti í heimsókn með EWS emulator, snilldar leið til þess að losna við EWS.
Image
Image



Það þurfti að framlengja í nokkrum vírum til þess að fá þá til að passa á sína staði.

Image
Image


Keypti 80c rofa í staðinn fyrir 90c rofann fyrir rafdrifnu kæliviftuna og sleppti reimdrifnu viftunni. Losna þannig við áhættuna á því að reimdrifna viftan splúndrist og fæ kannski smá auka power líka.

Image

Image
Image
Image

Nýtt guibo

Image

Svona gerist þegar maður er á lágum bíl:

Image

Breytti M50 inngjafar barkanum, þessi beygja sem er á honum hentar illa með S50

Image
Image
Image

Nóg af olíu fyrir bíl og bílstjóra, keypti break in olíu til þess að keyra vélina á í viku en þá yrði henni skipt út fyrir 0/40

Image

Það hafði einhver snillingur forskrúfað alla boltana í ventlalokinu og límt ventlalokspakkninguna niður, sem orsakaði mikla olíudrullu á blokkinni. Til þess að laga það setti ég helicoils í allt.

Verið að snitta

Image

Búið að snitta

Image

Gengjulím sett í

Image

Helicoil skrúfað í

Image
Image

Allt klárt!

Image

Á meðan bíllinn var á búkkum var tækifærið nýtt og settir studdar fyrir felgurnar.

Image

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 01. Nov 2013 13:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Þegar hér kemur við sögu er drifskaftið stytt, boltað undir og bílnum bakkað út og upp á pústverkstæði þar sem er smíðað undir hann 2x3" púst frá flækjum og að triflo catback-inu. Pústið er ryðfrítt alla leið og ekki með neina hvarfa.
Pústsmíðin heppnaðist virkilega vel, er hrikalega sáttur með hljóðið, skelli inn hljóðdæmi við tækifæri.

Þegar pústið var komið undir var vélin tilkeyrð í 2þús kílómetra, í tilkeyrslunni var vélinni ekki snúið yfir 4þús snúninga. En þetta er sú aðferð sem bmw mæla með eftir leguskipti.


Þegar á tilkeyrslunni stóð var lausagangurinn í vélinni alltaf eitthvað leiðinlegur, Davíð las af bílnum og sá að vanosið var ekki að halda nægum olíuþrýstingi í lausagangi. Þrýstingurinn rauk þó í rétt form við inngjöf en var alltaf eitthvað leiðinlegur í hægaganginum. Við prófuðum að blása úr ventlunum í vanosinu og skipta ventlunum út, prófaði einnig að skipta út olíuleiðslunni fyrir vanosið

Image

En allt kom fyrir ekki, hægagangurinn skánaði ekki. Þá var farið í að kaupa uppgerðarsett fyrir vanosið.

Á meðan uppgerðarsettið var á leiðinni til landsins voru keyptir vader stólar í bílinn.



Image



Að tilkeyrslunni lokinni var gjöfin loks stigin til botns, krafturinn er óaðfinnanlegur, jafn eftir öllu vinnslusviðinu og heldur áfram allt undir 7200rpm.
Það gaman varði þó stutt því skömmu síðar kveiknaði olíuljósið á mælaborðinu, hélt fyrst að það væri bara vanosið með áframhaldandi vesen en rúllaði beint með bílinn til Davíðs í eðalbílum og hann mældi olíu þrýstinginn sem var alveg fallinn, eftir að opna botninn á vélinni kom svo í ljós að olíudælan var farin. Ný dæla var keypt og sett í, þrýstingurinn mældist pottþéttur svo að það var farið út að keyra.
Sama kvöld kveiknaði olíuljósið aftur, mér til mikillar ánægju. Í þetta skiptið var þrýstingurinn aftur fallinn og farið að sjást svarf í olíunni.

Við þær fréttir var sú ákvörðun tekin að rífa vélina uppúr og skella auka vélinni minni ofaní í staðin, svo að hægt sé að nota bílinn á meðan vélin verður skoðuð.

Reif vélina uppúr, flutti yfir hosur og kælikerfi og slakaði vél tvö ofaní á einni helgi. Það er ekki til mikið af myndum til af því ferli, enda gert með hraði. Ekkert sjænað í þetta skiptið.


Image
Image
Image


Bílnum var bakkað út og hefur verið keyrður síðan.

Svona stendur bíllinn svo í dag, en eins og má sjá þá eru útlitsmál næst á dagskrá.


Image

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 01. Nov 2013 14:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Mar 2009 22:09
Posts: 2654
Location: Keflavik
:thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup:

_________________
e34 "M5" Nauticgrun
BMW X5 4,4i sport
e34 525T TDS Brokatrot
e32 740i Calypsorot


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 01. Nov 2013 16:24 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Loksins kom updeit í þennan þráð :clap: :clap: :clap:

Frábær lesning og nóg af myndum en fokkleiðinlegt að lesa hvað kom fyrir mótorinn.

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 01. Nov 2013 18:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Ég á facelift nýrnabita handa þér í Calypsorot lit....

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 02. Nov 2013 14:32 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
ömmudriver wrote:
Loksins kom updeit í þennan þráð :clap: :clap: :clap:

Frábær lesning og nóg af myndum en fokkleiðinlegt að lesa hvað kom fyrir mótorinn.


Já maður tók þig sem fyrirmynd, tók mikið af myndum og skrifaði gott writeup.

Leiðinlegt með mótorinn já en hann verður smíðaður upp og endar sem enn betri mótor fyrir vikið.


Angelic0- wrote:
Ég á facelift nýrnabita handa þér í Calypsorot lit....


Þakka gott boð en nei takk, mér finnst pre-facelift flottara :)

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 02. Nov 2013 14:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Gaman að lesa þetta - fúlt með mótorinn samt!

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 02. Nov 2013 16:28 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 25. Sep 2008 23:50
Posts: 418
Þvílíkur dugnaður :thup:

Flottur þráður, þetta á eftir að enda sem einn harðkjarna E36 8)

_________________
BMW E39 523i '98 M-Tech - Indianapolis Rot
BMW E39 540i '97
BMW E39 520i '02
BMW E39 540i '96
BMW E46 330Ci '00
BMW E46 318i '03
+ aðrir.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 02. Nov 2013 17:55 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Notaðir þú olíuhreinsir við að hreinsa gírkassan, pönnuna og blokkina? Og hvernig "preppaðir" þú blokkina fyrir málningu og hvernig málningu notaðir þú á hana?

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 02. Nov 2013 19:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Ég kannast eitthvað við þetta hvíta húdd :mrgreen:

Image

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 03. Nov 2013 00:33 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
ömmudriver wrote:
Notaðir þú olíuhreinsir við að hreinsa gírkassan, pönnuna og blokkina? Og hvernig "preppaðir" þú blokkina fyrir málningu og hvernig málningu notaðir þú á hana?



Olíuhreinsir á gírkassann, pönnuna, keðjulokið og fleira.

Blokkin var þrifin með bremsuhreinsi og vírbusta og svo málað með smoothrite

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 804 posts ]  Go to page Previous  1 ... 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45 ... 54  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group