Ég var að kaupa ljósstilliskrúfurnar í bílinn minn hjá B&L og ætlaði að fara setja þær í og ljósstilla en ég er nokkuð viss um að þeir hafi ekki selt mér réttu hlutina eða allavega ekki allt sem ég þurfti

Mér finnst alveg pottþétt eitthvað vanta, og er búinn að láta tvö aðra ''mechanic friendly'' skoða þetta líka og þeir eru á sama máli og ég. Einnig er ég búinn að skoða aðeins part cataloginn og ég sé ekki sömu hlutina og ég keypti????
Það sem ég fékk voru skrúfurnar sjálfar (þær eru örugglega réttar), plasthúfuna ofan á þær (örugglega líka rétt) en síðan eitthvað plastdrasl (í laginu eins og ''chubby'' skrúfa????
En allavega þá þegar maður er búinn að setja skrúfurnar og plasthetturnar á þá hlýtur eitthvað að vanta ,því ljósin geta færst alltaf niður - ekkert sem heldur þeim í réttri stöðu
Var að vona að eitthver ætti mynd af svona (þarf ekkert að vera endilega úr sjöu, bara að hún sé með svipað ljósasystem og ég) eða bara eitthverjar ganglegar upplýsingar.
Ein spurning í viðbót : Er hægt að láta smíða nýjan lykil (í sviss) hjá bara t.d. lyklasmið eða sendir lykillinn eitthvað sérstakt code þegar maður startar eins og í mörgum nýjum bílum???
ps. loksins búinn að setja megnið af frampartinum saman og viti menn, maður er loksins byrjaður að sjá BMW ''andlit'' -vantar reyndar grillið hægra megin en það er á leiðinni
Kveðja